Ritmennt - 01.01.2001, Page 80
JÓN ÞÓRARINSSON
RITMENNT
Kvöldsöngur á laugardegi fyrir páska hefst með Antiphona ad
psalmos sem sungin hefur verið á undan og eftir versi úr sálm-
um Davíðs, þótt ekki sé versið tilgreint. Textinn er aðeins fimm-
falt Alleluia. A eftir fylgir responsoiium með texta úr Markúsar-
guðspjalli 16.1-2, þar sem segir frá því að þær Maríur tvær komu
að gröf Jesú með ilmsmyrsl sín mjög árla hinn fyrsta dag vikunn-
ar. Við þetta er hnýtt dýrðarsöng hinum minni: Gloria patrí et
filio et spiritui sancto. Síðan er sunginn viðeigandi Hymnus og
þar á eftir Antiphona ad Magnificat, textinn frásögn Mattheus-
arguðspjalls 28.1 af fyrrgreindu atviki. Kvöldsöngnum lýkur svo,
eins og öllum kvöldsöngvum í þessari bók, með því að sungið er
Magnificat, lofsöngur Maríu (Lúkasarguðspjall 1.46-55), og er
það í fullu samræmi við kaþólska hefð. Antifónan er breytileg
eftir tíðum kirkjuársins, Magnificat hins vegar alltaf hið sama. í
kaþólskum söng eru fyrr greindu textarnir lesnir en ekki sungn-
ir og eru þá lengri en hér (Mattheus 28.1-7 og Markús 16.1-7).
Morgunsöngur á páskadag er að forminu til í tvennu lagi:
Matutinum og Laudes. Fyrri hlutinn hefst með bæn, en á eftir
fer antifóna og responsorium með líku sniði og í kvöldsöngnum
og endar eins og þar á Gloria Patri. Síðari hlutinn hefst einnig
með antifónu, síðan er sunginn annar páskahymni og loks anti-
fóna og Benedictus [Domine Deus], sem er lofsöngur Sakaría
(Lúkas 1.68-79). Um Benedictus gildir sama hefð í lok morgun-
söngs og um Magnificat í lcvöldsöngnum.
Kvöldsöngurinn á páskadag er með sama sniði og kvöldið áður
og efnið að verulegu leyti hið sama. Þó er sunginn annar hymni
og ný antifóna á undan Magnificat.
Annar og þriðji dagur páska hafa einnig verið haldnir heilagir.
Söngur á þeim dögum hefur að mestu verið hinn sami og páska-
dag sjálfan, en í nýjum antifónum á undan Benedictus að morgni
og Magnificat að kvöldi er fram haldið frásögn af upprisunni.
Á venjulegum sunnudögum er söngur í höfuðdráttum með
líkum hætti og hér var frá greint en þó ívið íburðarminni, færri
hymnar sungnir og einatt er kvöldsöngur á helgidegi aðeins end-
urtekning þess sem sungið var kvöldið fyrir. Stundum er þó ný
antifóna með Magnificat í síðari kvöldsöng þótt annað sé endur-
tekið.
Allur hefur þessi lúterski söngur yfirbragð kaþólska tíðasöngs-
ins, en er til muna styttri og einfaldari, og að sjálfsögðu er hér
76