Ritmennt - 01.01.2001, Page 92
RANNVER H. HANNESSON
RITMENNT
ÍB 74 4to (sktifað á 18. öld).
Hér sjást enn þvengir sem
kverin hafa verið saumuð á.
Innábrotið hefur ennfremur
verið styrkt með því að raufar
eru skornar í það og skinn-
ræma þrædd í gegnum rauf-
arnar. Auk þess að styrkja
bandið þar sem mikið mæðir
á því ljær þetta bandinu
skemmtilegan svip og eykur
fagurfræðilegt gildi þess.
Lbs 341 8vo (skrifað 1790-
96). Lint band, kápa úr skinni
með áföstum þveng.
illa að vera gegnumdregin og því voru kapparnir límdir á úthlið-
ar spjaldanna. Léreftssirtingur og önnur ofin efni tóku sæti
skinnsins. Á fyrstu áratugum 19. aldar viku gömlu tréspjöldin
fyrir pappaspjöldum, farið var að saga fyrir kappaböndum, og
lausakjölur leysti fastan kjöl af hólmi. Með nýju efni og aðferð-
um varð munurinn á grunnfalsbandi og djúpfalsbandi fyrst
merkjanlegur, og útlit bókanna verður líkt því sem þeklcist enn
í dag.
Mun einfaldari og viðhafnarminni gerð bókbands var að
sauma eða festa kverin beint í kápu úr skinni eða öðru tiltæku
efni. Þessi gerð bands, sem nefnd er „lint band" (á enslcu semi-
limp binding eða limp binding), er í raun elsta þelckta gerð bók-
bands, eignuð Koptum í Egyptalandi. Lint band hefur tíðkast all-
ar götur síðan samhliða hinu hefðbundna bandi og naut sér-
stakra vinsælda á Ítalíu og Spáni á 17. og 18. öld sem einfalt
notkunarband. Bandið er þjált og bækurnar opnast vel svo það
hentar því íslenskum handritum afar vel þar sem hvert blað er
oft þétt skrifað nánast inn að broti. Telja má lina bandið grunn-
inn að síðari tíma viðgerðabandi þar sem leitast er við að endur-
binda gamlar bækur á hagkvæman hátt, án notkunar líms og
annarra efna sem skemmt geta út frá sér þegar fram líða stund-
ir.
Erfitt er að aðgreina eða floklca lint band þar sem um er að
ræða mikinn fjölda afbrigða. Eðlilegast er að hefja flokkunina
eftir því hvernig bókin er fest í kápuna eða bindið. Hefur það
ýmist verið gert með því að sauma kverin á þvengi úr skinni eða
lcappa úr hampi eða hör sem síðan voru þræddir eða saumaðir
en þó stundum límdir á slcinnkápuna. Minnir þetta mjög á fyrr-
88