Ritmennt - 01.01.2001, Síða 96
RANNVER H. HANNESSON
RITMENNT
Ýmis smáatriði í útfærslu
handritabands eru leyst á hag-
anlegan hátt. Handritið Lbs
1203 8vo (skrifað um 1760-
75) er saumað í kápu úr bók-
felli og er frágangur á hornum
um margt óvenjulegur.
vænkast. Bókbandsstofum er komið á fót; jafnt sjálfstæðum sem
í tengslum við prentsmiðjur.
Það verður því á engan hallað þótt íslenskt handritaband fyrri
alda sé nefnt frumstætt band áhugamanna. Sérkenni þess liggur
í fjölbreyttu efnisvali og þó einkum í smáatriðum í tæknilegri
útfærslu bandsins. Sérhvert handrit virðist bundið af einlægni og
er laust við alla tilgerð og ytra prjál.
Af því sem hér hefur verið rakið má ljóst vera að leitun sé á
jafn einstöku safni frumlegs bókbands og í handritadeild Lands-
bókasafns.
Rannsóknir á íslenskum handritum eru skammt á veg komn-
ar og hafa til þessa einkum beinst að texta þeirra. Enn er nánast
ekkert vitað um verklega þætti er lúta að handrita- og bókagerð
fyrri alda. Því er brýnt að efla handritarannsóknir á allan hátt til
að heildstæð mynd fáist af þessum mikilvæga þætti í menning-
arsögu okkar.
Heimildir
Dichl, Edith. Bookbinding. It's background and technique. New York 1980.
Grímur M. Helgason: Handritadeild Landsbókasafns. Landsbókasafn íslands.
Áibók 27 (1970), bls. 141-47.
Guðmundur Finnbogason: Bókband. Iðnsaga íslands. 2. b. Reykjavík 1943, bls.
237-53.
Ingi Rúnar Eðvarðsson. Pient eflii mennt. Saga bókageiðai fiá upphafi til síðaii
hluta 20. aldar. Reykjavík 1994. (Safn til Iðnsögu íslendinga, 8.)
Kyster, Anker: Gamle islandske bogbind. Bogvennen. Aarbog for bogkunst og
boghistoríe 1930, bls. 85-102.
Larsen, René og Lotta Rahme. Lædei, pergament og skind. Fremstilling, histoi-
ie og nedbrydning. Kobenhavn 1999.
Magnús Már Lárusson: Sitthvað um bókband. Bókbindaiinn 2 (1), 1959, bls.
14-18.
Mazal, Otto. Einbandkunde. Die Geschichte des Bucheinbandes. Wiesbaden
1997. (Elemente des Buch- und Bibliothekswesens, 16.)
Proctor, Robert William. Report for the National and Univeisity Libiaiy of
Iceland. (Óbirt skýrsla, dags. 14.03. 2000.)
Szirmai, J.A. The aichaeology of medieval bookbinding. Aldershot 1999.
Þór Magnússon: Bókbandið gamla. Helgakver. Reykjavík 1976, bls. 25-28.
92