Ritmennt - 01.01.2001, Page 97
Ásgeir Guðmundsson
RITMENNT 6 (2001) 93-111
Egil Holmboe
Túlkur á fundi Hamsuns og Hitlers
Heimsstyrjöldin síðari skóp mörgum manninum sérkennileg örlög. Svo var um
mann einn af norskum ættum sem lést í Reykjavík árið 1986. Hann er kunnastur
fyrir það að hann var túlkur á fundi Knuts Hamsun með Adolf Hitler á stríðsárun-
um. Maður þessi settist síðar að hér á landi og varð íslenskur ríkisborgari. Annar
maður sem tengdist íslandi sat einnig þennan fund. Frá þessu segir í eftirfarandi
grein.
Vorið 1999 var sýndur í ríkissjónvarpinu
myndaflokkur um norska skáldið
Knut Hamsun. Hann hefur löngum verið
mönnum ráðgáta, elcki síst vegna þess að
hann gerðist stuðningsmaður þýskra nasista
á fjórða áratugnum og lét sér vel líka þegar
Þjóðverjar lögðu Noreg undir sig vorið 1940.
Fyrir bragðið var Hamsun illa þokkaður
meðal landa sinna, og að styrjöldinni lok-
inni var hann handtekinn, dæmdur fyrir
stuðning sinn við þýslca nasista og eignir
hans gerðar upptækar. Hvað sem líður
stjórnmálaafstöðu Hamsuns verður það
ekki af honum skafið að hann er án alls efa
einn merkasti rithöfundur sem uppi hefur
verið.
Meðal þess sem dreif á daga Hamsuns á
árum heimsstyrjaldarinnar síðari var fundur
sá sem hann átti með Adolf Hitler í júní
1943. Fundinn sátu meðal annarra tveir
menn sem tengdust íslandi, og annar þeirra
settist að hér á landi í lok fimmta áratugar-
ins. Það var Egil Holmboe sem var túlkur
Hamsuns á áðurnefndum fundi, en hinn
maðurinn var Ernst Zuchner, embættis-
maður í áróðursmálaráðuneyti Goebbels.
Verður nú sagt frá Egil Holmboe og æviferli
hans.
Egil Anker Morgenstierne Holmboe, eins
og hann hét fullu nafni, var fæddur 24. apríl
1896 í nágrenni Þrándheims og var af þekkt-
um, norskum ættum. Að lolcnu mennta-
skóla- og verslunarnámi gelck Holmboe í
norsku utanríkisþjónustuna árið 1917 og
var lágtsettur starfsmaður hennar í ýmsum
Evrópuborgum og einnig í Kanada og Banda-
ríkjunum. Árið 1930 lét hann af störfum í
utanríkisþjónustunni og stundaði viðskipti
í París næstu fimm árin, en árið 1935 hóf
hann á ný störf í norsku utanríkisþjónust-
unni. Holmboe var fyrst sendiráðsritari í
Varsjá, en í janúar 1938 var hann skipaður
93