Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 98
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
RITMENNT
ritari og vararæðismaður við norsku aðal-
ræðismannsskrifstofuna í Reykjavík. Þá var
hann nýkvæntur bandarískri konu sem hét
Alice King Gade.1
Eins og að líkum lætur kynntist Holm-
boe mörgum Reykvílcingum og var tíður
gestur á heimilum þeirra sem hann um-
gekkst. Meðal annars vandi hann komur
sínar á heimili landa síns, L.H. Múllers
kaupmanns. Holmboe varð syni Mullers,
Leifi Muller, mjög minnisstæður, enda áttu
þeir eftir að hittast í Noregi á stríðsárunum.
Að sögn Leifs var Holmboe mjög sérstæður
maður:
Hann var liðlega fertugur, stór og myndarlegur
með dökkt stuttklippt hár sem eilítið var tekið
að grána. Þetta var hámenntaður maður sem tal-
aði fjölda tungumála og var einstaklega mælsk-
ur. Framkoma hans var svo fáguð að ég veitti
henni sérstaka eftirtekt og var ég þó ýmsu vanur
í þeim efnum. Kona Holmboes var komin af am-
erískum milljónamæringum og stórrík. Þau hjón
voru tíðir gestir á heimili okkar og komu stund-
um uppí Falkheim þegar veður var gott. Þá var
gjarnan setið úti í lundi og drukkið kaffi með
líkjör.
Þrátt fyrir sína fáguðu framkomu var Holm-
boe frekur og sýndi konu sinni ekkert of mikla
virðingu. Eg þóttist skynja að á hörpu þessa
manns væru ekki allir strengir jafn hljómfagrir.
Undir yfirborðinu var einhver kuldi, einhver
harka sem ég kunni ekki að meta. Gagnvart mér
kom hann þó alltaf kurteislega fram, jafnvel þótt
við ættum eftir að mætast augliti til auglitis í
réttarhöldum eftir stríð.2
Þó að Holmboe kæmi fram af fyllstu kurt-
eisi við þá sem hann taldi standa sér jafn-
fætis var annað uppi á teningnum þegar af-
greiðslufólk í verslunum átti í hlut. Þetta
kom í ljós í marslok 1938 þegar hann lagði
leið sína í tvær verslanir í Reykjavík ásamt
konu sinni þeirra erinda að kaupa sokka
handa henni. I versluninni Gullfossi í Aust-
urstræti 1 hafði Holmboe allt á hornum sér
og fleygði sokkum sem afgreiðslustúlkan
sýndi honum jafnharðan í hana. Hann sagði
bestu sokkana sem fengust í versluninni lé-
lega vöru, en þeir voru framleiddir á Ítalíu
og voru einnig á boðstólum í verslunarhús-
inu Harrod's í London. Þegar dóttur verslun-
areigandans sem var óvön afgreiðslu varð
það á að afhenda Holmboe til skoðunar
sokka sem voru ekki af réttri stærð brást
hann hinn versti við og sakaði stúlkuna um
að reyna að troða upp á sig stærð sem ekki
væri hægt að losna við. Að sögn verslunar-
eigandans var Holmboe mjög ókurteis allan
tímann sem hann var í versluninni, og þá
sem voru að versla setti hljóða af undrun
yfir framkomu hans. Á sömu lund fór í
Verslun Lárusar G. Lúðvíkssonar. Holmboe
sýndi þar reiging og frekju að sögn af-
greiðslustúlku og lét í ljós þá skoðun með
mikilli fyrirlitningu að vörurnar væru léleg-
ar og verðið hátt. Að endingu keypti frú
Holmboe sokka, en Holmboe hrifsaði þá úr
tösku hennar og sagði að hann gæti fengið
alveg jafngóða solcka í næstu búð. Jafnframt
hélt Holmboe því fram að kona hans hefði
ekki beðið um sokkana, afgreiðslustúlkan
hefði misskilið hana.3
1 Utenriksdepartementets Kalender for 1939, bls.
169. Utenriksdepartementet: Holmbojej, Egil
Anker Morgenstierne. Personregisterkort. Riks-
arkivet: Sak nr. 225. Eidsivating lagstol, lands-
svikavdelingen. Rettsbok i lagmannsrettssak nr. 26
for 1947.
2 Garðar Sverrisson. Býr íslendingur hérí, bls. 32.
3 Þjóðskjalasafn íslands: Utanríkisráðuneytið. 1967-
B/31. Helga Sigurðsson til Stjórnarráðsins, 11.5.
1938. Ingibjörg Vilhjálmsdóttir til Stjórnarráðsins,
12.5. 1938.
94