Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 107
RITMENNT
EGIL HOLMBOE
ið almenningsálitinu í Noregi sem var þeim
mjög andsnúið sér í vil með því að birta
skjöl þessi og setja á laggirnar sérstaka rann-
sóknarnefnd sem átti að komast til botns í
málinu. Terboven hafði neitað að afhenda
Quisling og mönnum hans skjölin því að
hann óttaðist að þau rnyndu styrlcja stöðu
Quislings. Hitler kom mjög á óvart að túlk-
urinn skyldi taka beinan þátt í viðræðun-
um, enda hafði hann ekki átt því að venjast,
en hann féllst á að láta skjölin af hendi og
gaf Terboven fyrirskipun þar að lútandi.14
Bein þátttaka Holmboes í fundinum var
til marks um það að hann var ekki réttur og
sléttur túlkur, heldur átti hann meira undir
sér. Harnsun var nú orðinn mjög órór og hóf
aftur máls á stjórnarháttum Terbovens, en
Hitler bar blak af honum og sagði að Ter-
boven yrði í Noregi til stríðsloka. Holmboe
setti ofan í við Hamsun og túlkaði ekki allt
sem hann sagði um Terboven. Hamsun
þótti Hitler taka lítt undir málflutning sinn
og sagði: „Þetta er eins og að tala við múr-
vegg." Að sjálfsögðu þýddi Holmboe ekki
þessi orð. Samkvæmt því sem Zuchner
skráði var Hamsun orðinn mjög æstur þegar
hér var komið sögu og brast í grát. Hitler
sleit nú fundinum í fússi, og þeim Hamsun
og Holmboe var ekið aftur til Obersalzberg.
Zuchner varð þeim samferða og varð vitni
að orðaskiptum Hamsuns og Holmboes. Sá
fyrrnefndi lét í ljós megna óánægju með
framgöngu Holmboes á fundinum og spurði
hvort hann hefði túlkað allt sem hann hefði
sagt við Hitler, og kvað Holmboe svo hafa
verið. Greinilegt var að Harnsun trúði hon-
um ekki nema mátulega. Hamsun lcom við
í Berlín á heimleið þar sem til stóð að hann
hitti Goebbels að máli, en þegar hann hafði
Bundesarchiv Berlin.
Ernst Zuchner.
fengið greinargerð Zúchners í hendur og
ljóst var að fundurinn hafði farið út um þúf-
ur var lrætt við þau áform. Holmboe lét þau
orð falla við norskan blaðamann í Berlín að
viðræður þeirra Hamsuns og Hitlers hefðu
verið almenns eðlis og ekki hefði verið rætt
um norslc innanríkismál. Zúchner sagði
hins vegar við blaðamenn að hann gæti ekki
sagt frá viðræðum Hamsuns og Hitlers í
smáatriðum, en eitt væri víst: Norðmenn
myndu fyrst síðar rneir skilja hverju
Hamsun hefði reynt að koma til leiðar fyrir
Noreg. Þar átti Zúchner við tilraun
Hamsuns til að fá Hitler til að setja Ter-
14 Thorkild Hansen. Processen mod Hamsun 1, bls.
156-61. Haugar Nicolaysen: Fant referatet fra
Hamsuns mote med Hitler, Verdens Gang, 9.2.
1997.
103