Ritmennt - 01.01.2001, Side 110
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
RITMENNT
heyrður um fundinn með Hitler og efni
skjalsins gerði Hamsun lítið úr því. Verj-
anda Hamsuns lánaðist heldur elcki að nýta
sér frásögn Zuchners af fundinum með
Hitler til fulls í réttarhöldunum yfir
Hamsun. Þess vegna lcom skjalið ekki að
því gagni sem Zuchner hafði gert sér vonir
um.16
Eftir þetta ævintýri sinnti Holmboe
skyldustörfum sínum sem fyrr, og bar fátt
til tíðinda á þeim vettvangi. Hins vegar
voru nokkrar sviptingar í einkalífi hans því
að hann stóð í skilnaði við hina bandarísku
eiginkonu sína sem var búsett í Frakklandi
þegar hér var komið sögu. Hún lést hins
vegar í október 1944 áður en lögskilnaður
þeirra náði fram að ganga.17
Þegar Noregur varð frjáls á ný var Holm-
boe handtekinn og höfðað mál á hendur
honum fyrir föðurlandssvik. Honum var
gefið að sök það sem var ralcið hér að fram-
an um störf hans fyrir Quisling og félaga
hans, en meðal annarra ákæruefna var að
hann hafði keypt píanó og húsgögn sem
höfðu verið í eigu gyðinga en verið gerð upp-
tæk af stjórn Quislings. Holmboe var einnig
ákærður fyrir að hafa farið þrettán ferðir til
útlanda í embættiserindum, m.a. með
Hamsun á fund Hitlers. Þá kærði Leifur
Muller Holmboe fyrir að hafa sagt Gestapo
frá áformum sínum að reyna að komast til
Islands frá Svíþjóð. Kæra Leifs er í máls-
skjölunum, og er hún dagsett 6. júní 1945 í
Stokkhólmi og stíluð á August Esmarch,
sendiherra Noregs í Svíþjóð, sem hafði ver-
ið sendiherra hér á landi á stríðsárunum.
Hann kom kærunni á framfæri við norsk yf-
irvöld. I henni segir Leifur á nokkuð annan
hátt frá handtöku sinni en í endurminning-
um sínum, eins og kemur fram hér að fram-
an þar sem er vitnað til kærubréfs hans.
Holmboe var dæmdur 21. maí 1948 í sex ára
hegningarvinnu og sviptur borgaralegum
réttindum í tíu ár og starfi sínu í utanríkis-
ráðuneytinu en sýknaður af að hafa sagt til
Leifs Muller. Holmboe var látinn laus í
september 1948 þegar hann hafði afplánað
helming refsingarinnar.18
Ekki var hlaupið að því fyrir mann með
fortíð Holmboes að fá vinnu, en honum
bauðst þó að verða framkvæmdastjóri ný-
stofnaðs útgáfufyrirtækis sem nefndist
International Publications Alco A/S. Af því
varð þó ekki vegna réttindasviptingarinnar
sem Holmboe hafði sætt. Hins vegar barst
honum hjálp úr óvæntri átt í þessum þreng-
ingum. Kona að nafni Sigrid Adelheid Hol-
beck sem búsett var í Reykjavík og hafði
kynnst Holmboe og konu hans þar í lok
fjórða áratugarins hafði spurnir af vandræð-
um þeim sem hann hafði ratað í. Hún skrif-
aði þess vegna norska dómsmálaráðherran-
um bréf um svipað leyti og Holmboe var lát-
inn laus. Kona þessi var dóttir Guðríðar
Guömundsdóttur frá Lambhúsum á Akra-
nesi, seinni lconu Matthíasar Þórðarsonar
þjóðminjavarðar, og fyrri manns hennar,
16 Thorkild Hansen. Processen mod Hamsun 1, bls.
250-63. Sama rit. 3, bls. 91-92.
17 Riksarkivet: Sak nr. 225. Skilmissesak Egil Holm-
bo[e]/Alice King Holmbo[e], 19.7. 1945. Skilmisse-
sak Egil Anker Morgenstierne Holmbo[e[ - Alice
Holmbo[e], fodt King Gade, 4.10. 1945.
18 Riksarkivet: Sak nr. 225. Tiltalebeslutning, 16.1.
1947. Rettsbok i lagmannsrettssak nr. 26 for 1947.
Den offentlige pátalemyndighet mot Egil Anker
Morgenstjerne Holmboe. Pádomt 21/5. 1948. Oslo
Kretsfengsel, 6.10. 1948. Det Kgl. Justis- og Politi-
departement, 9.10. 1948.
106