Ritmennt - 01.01.2001, Síða 111
RITMENNT
EGIL HOLMBOE
Jón Kaldal/l’jóóminiasafn íslands.
Egill Fálkason, öðru nafni Egil Holmboe. Myndin er
tekin í kringum 1960.
Emils Meyer gjaldlcera við „Assistentshus-
et" í Kaupmannahöfn. Hún hafði verið gift
dönskum manni sem hét Holbeck og átti
með honum dóttur, en þau slitu samvistir.19
Frú Holbeck sagði í bréfi sínu að henni
hefði ofboðið að heyra að Holmboe hefði
verið dæmdur og fyllst löngun til að hjálpa
þessum kæra vini sínum. Hún fór þess á leit
við norska dómsmálaráðherrann að Holm-
boe yrði náðaður og látinn laus, en hins veg-
ar kæmi einnig til greina að fangelsisdómin-
um yrði breytt í brottvísun úr landi eða að
Holmboe yrði náðaður með því skilyrði að
hann færi af landi brott. Frú Holbeck sagði í
niðurlagi bréfs síns:
Mér er með öllu óskiljanlegt að þessi skyldu-
rækni og ágæti þénari norska ríkisins, eins og
Holmboe reyndist vera þegar hann dvaldist á Is-
landi, hafi í raun og veru gerst sekur um
nokkurn verknað sem hafi verið skaðlegur Nor-
egi.20
Holmboe greip þennan björgunarhring feg-
ins hendi og fluttist til íslands nokkru eftir
að frú Holbeck skrifaði bréfið og gekk að
eiga hana. Þau fengu bæði íslenskan ríkis-
borgararétt árið 1955, og nefndist Holmboe
eftir það Egill Fálkason og lcona hans Sigríð-
ur Aðalheiður Matthíasdóttir.21
Holmboe fékk starf sem skrifstofumaður
á eina vinnustaðnum hér á landi þar sem
menn með fortíð hans gátu helst gert sér
vonir um að fá vinnu, hjá Bandaríkjaher á
Keflavíkuflugvelli. Starfsmenn þar höfðu
einhvern pata af fortíð Holmboes, og gengu
um hann ýmsar sögur sem enginn fótur var
fyrir, m.a. að hann hefði verið ráðherra í
stjórn Quislings. Sigurður A. Magnússon
rithöfundur starfaði á Keflavíkurflugvelli
fyrri hluta árs 1953, og vinnufélagi hans,
Guðmundur Steinsson rithöfundur, leiddi
Sigurð í allan sannleika um það hvers lcon-
ar menn störfuðu á Vellinum:
Guðmundur hafði orð á því að íslenski söfnuður-
inn á beisnum væri ekki beysinn þegar á heildina
væri litið. Hér væru saman komnir launaðir
19 Riksarkivet: Sak nr. 225. International Publicati-
ons Alco til Egil Holmboe, 7.4. 1949. Sigrid A. Hol-
beck til norska dómsmálaráðherrans, 26.9. 1948.
Bjarni Jónsson frá Unnarholti. íslenzkii Hafnar-
stúdentar, bls. 276.
20 Riksarkivet: Sak nr. 225. Sigrid A. Holbeck til
norska dómsmálaráðherrans, 26.9. 1948.
21 Stjórnartíðindi 1955 A, bls. 96.
107