Ritmennt - 01.01.2001, Side 117
RITMENNT
UPPLYSINGIN
Um mat á áhrifum upplýsingar-
innar
Þeir, sem fást við hugmyndasögu, þurfa að
mörgu að hyggja, þegar áhrif einstakra hug-
myndastefna eru könnuð. Sýna þarf sér-
staka varúð, þegar tiltekin viðhorf eru eign-
uð áhrifum ákveðinna hugmyndastefna.* 1 í
því sambandi er á margt að líta, svo sem
það, að rnjög misjafnt er, hvort vissar hug-
myndastefnur, sem nú til dags eru taldar
hafa verið áhrifaríkar á tilteknum tíma,
voru þá þekktar stefnur. Þetta á þó eklci við
um upplýsinguna. Á 18. öld og öndverðri 19.
öld var talað um hugmyndastefnu, kennda
við ljós í einhverri mynd; má taka um það
mörg dæmi úr einstökum tungumálum. Að
sönnu var ekki til nein allsherjarstefnuskrá
upplýsingarinnar. En telcizt var á um hug-
myndafræði, sem beinlínis var lcennd við
upplýsingu. ísland var eitt þeirra landa, þar
sem það gerðist.
Engar hugmyndastefnur, sem hátt ber,
fela í sér boðskap, sem er alger nýjung; að
einhverju leyti geyma þær arfleifð fyrri
tíma. Þannig má sjá vísi að ýmsum ein-
kennishugmyndum upplýsingarinnar í rit-
um Grikkja hinna fornu og Rómverja, og
þekking á endurreisninni og vísindabylt-
ingu 16. og 17. aldar er nauðsynleg forsenda
skilnings á upplýsingunni. Misjafnt var, til
hve milcils hluta þjóða áhrif hennar náðu
á því tímabili, sem við hana er kennt.
Áherzlu verður að leggja á, að upplýsingin
var margslungið fyrirbæri, eins og rann-
sóknir síðustu áratuga hafa leitt æ betur í
ljós, og birtist engan veginn með sama hætti
í öllum löndum. En því verður naumast á
móti mælt, að hún markar einhver mestu
ENCYCLOPEDIE,
o u
DICTIONN AIRE R AISONNÉ
DES SCIENCES,
DES ARTS E T DES MÉTIERS,
PAK VSE SOCIETÉ DE CENS DE IETTHES.
Mu e»i M DIDE.ROT.it I Roji»W At% Stvntcts & Ar, RrtWt
I «111« P«v«r, íc » U P»«Tlt M » THI M *T «v' I. p»r M D ALEMgfRT,
dc l AtJMkm** RoytW <ki StKtKr, it Thm, át i«Hc dt PrjrfU, & ét U iutmt Koy»í«
4« l.t.airTt
T*mim fi'itt f»*rt***fu4 ftlUt,
Ttmmm 4t m*4t*m,táu • Mu»»l
TOME PREMIER.
M.DCC. LI.
AVLC A P P MO é JT t ON £ r r R t K/L£ C £ D V RO r.
Titilsíða fyrsta bindis frönsku alfræðibókarinnar,
Encyclopédie, sem hafið var að gefa út 1751. Franska
alfræðibókin var eitt milcilvægasta rit upplýsingarald-
ar.
þáttaskil í evrópskri hugmynda- og menn-
ingarsögu, allt frá því, að þorri íbúa þess
svæðis, sem öldum saman hefur verið kall-
að Evrópa, tók kristni, til þessa dags. Það,
sem skapar upplýsingunni nokkra sérstöðu,
hvað útbreiðslu og langvarandi áhrif varðar,
1 Fjallað er um vandamál, sem varða skilgreiningu á
áhrifum hugmyndastefna, i Ingi Sigurðsson: Hvern-
ig breiddust áhrif fjölþjóðlegra hugmyndastefna út
meðal íslendinga 1830-1918?, bls. 296-98.
113