Ritmennt - 01.01.2001, Page 120
INGI SIGURÐSSON
RITMENNT
Upplf)(trtgin.' 7
olct’iaft mcö mír, oq fcfáttcgnn ccfcrt faö
incD fara cDur frá nccfni fcaia, fcm ci matn
'i »cva ncfttr tíl upv'lítfíiuiar oct fróDleifP, cDut
ti( mcíttlaufrar alaDoœtDac, dlcaar framfarar
tlí pg fntetfö á góbuttt mcimtm og fnotriim »if«
ií inDum, og f>á |Ta( ocfac V)ina<gleDi rcvDa
líft Dccmi, cf ci líft glcDi'-efni oDcum góDum
fiaiiDómoimunt!
i. Uppííifíngiit.
Il> ;
Sílóðcm u o.
5ln bófat, fión faiEíc fanmblínða ttiantt.
i finba, qoaD fovDiitu lanDi oov cittn og qoab
. fatt, pot t foorttt mprfvi og bltnDtii tcl cg f)á
fálnta, fcm bófa og aóDrita liofi ccfi oífac
á ocgiiin; og fú'l bcc olliim, fcnt liófi dffaog
oilia i |mt fcamaánga, góDar bccFttr aD clffa,
boorium oCr, fcm aDtiv, cgum ciitfanjega af
jarDncjfum mcDolum aD fmcfa, ccfi einángiá
íá otptlDaífííttm, fent lótti foartnattinu upp
af oovunt íjefDAim, ijclDur og gmitboollinn til
oorra bcfltt tfntanlcgu ^cilla og ámrgiu, og til,
ootrac ciltfu farfœÍDar. -fjoovt oav tttcDaliD,
* fcm ummiaDapi oió fvá (jciDtngittm til ftifUnna
ntanna, frá iþáfaú'tllii og murfra frtrlum f
fttrt og jfpniánDi fólf? fetn cpDDi fjiátcá, blót.
1 tun, golbcum, mocfi, og foo movgum fiócloft
I 21 4 arn
Landsbókasafn.
Upphaf ritgerðarinnar Upplýsingin, sem birtist í
Skemmtilegri vinagleði eftir Magnús Stephensen
(1762-1833) (1797). í ritgerðinni gerir Magnús grein
fyrir, hvað hann telur felast í upplýsingunni og hverju
hún hafi fengið áorkað.
una á íslandi, frá því um miðja 18. öld til
um 1830, hefst talsvert seinna og lýkur tals-
vert seinna en það tímabil, sem hefðbundið
er að kenna við upplýsinguna í almennri
Evrópusögu (þar eru lok tímabilsins oft
miðuð við frönslcu stjórnarbyltinguna 1789)
og í sögu margra einstakra Evrópulanda.
Blómaskeið upplýsingarinnar á Islandi var á
síðasta áratug 18. aldar og fyrsta áratug 19.
aldar. Það er athyglisvert, þegar samanburð-
ur er gerður við ýmis önnur lönd, að upplýs-
ingarmaðurinn Magnús Stephensen réð fyr-
ir allri bókaútgáfu á landinu sjálfu (útgáfa
bóka á íslenzku í Kaupmannahöfn var einn-
ig mikilvæg á þessum tíma) áratugum sam-
an til dauðadags, 1833. Þess eru mörg dæmi,
að blómaskeið fjölþjóðlegra hugmynda-
stefna, sem á annað borð fengu verulega fót-
festu meðal Islendinga, væri nokkru seinna
en gerðist meðal margra annarra þjóða í Evr-
ópu.
Þótt hefðbundið sé að telja upplýsingar-
öld á Islandi enda um 1830, verður ekki
grundvallarbreyting þá, hvað áhrif stefn-
unnar varðar. Vissulega skiptir miklu máli,
að Magnús Stephensen féll frá 1833 og
áhrifa annarra mikilvægra hugmyndastefna
fór að gæta í ríkum mæli. Þó er á það að líta,
að áhrif upplýsingarinnar sjást greinilega í
ritsmíðum frá fjórða áratugnum, svo sem í
verkum Baldvins Einarssonar (d. 1833) og
Tómasar Sæmundssonar (d. 1841), og upp-
lýsingin setti líka svip á hugmyndir Jóns
Sigurðssonar, þótt erfitt sé að greina í sund-
ur, hvað eru áhrif upplýsingarinnar og hvað
áhrif frjálslyndisstefnu í hugmyndum hans
og fleiri forystumanna íslendinga um og eft-
ir miðja 19. öld.
Skipting í tímabil í hugmyndasögu eftir
því, hvenær hugmyndastefnur eiga sér
blómaskeið, getur aldrei verið algild. Sann-
arlega urðu ákveðin þáttaskil í íslenzkri
hugmyndasögu við lok þess tímabils, sem
kennt er við upplýsinguna. í því sambandi
skiptir milclu máli barátta íslendinga fyrir
auknu sjálfsforræði - breytt mat á því með-
al forystumanna þjóðarinnar, hver ætti að
vera staða Islands innan danska ríkisins, og
116