Ritmennt - 01.01.2001, Page 121
RITMENNT
UPPLYSINGIN
breytt mat meðal þeirra á stjórn Dana á ís-
landi á liðnum öldum. En þessar miklu við-
horfsbreytingar mega eklci skyggja á sam-
hengið milli hugmynda, sem voru ofarlega á
baugi meðal íslendinga á upplýsingaröld
annars vegar og íslendinga af næstu kyn-
slóðum hins vegar. Þar má nefna, að ýms-
ar grundvallarhugmyndir upplýsingarinnar
mótuðu frjálslyndisstefnu, sem hafði mikil
áhrif meðal íslendinga; þessar tvær stefnur
runnu að nokkru leyti sarnan.
Það veldur nokkrum vanda við rannsókn-
ir á áhrifum upplýsingarinnar á íslandi, að
um langt skeið var að mestu leyti hætt, eft-
ir því sem bezt verður séð, að nota heitið
upplýsing um hugmyndastefnu, þegar lcom-
ið var frarn undir miðja 19. öld, þótt eftir
þann tíma sjáist oft í riti fjallað um upplýs-
ingu í merkingunni uppfræóing, um „upp-
lýsta menn" o.s.frv. Hefur trúlega valdið
nokkru hér, að orðið upplýsing þótti á þeim
tíma ekki íslenzkulegt. En ekki er sjáanlegt,
að neitt hliðstætt heiti um hugmyndastefn-
una hafi verið notað, fyrr en orðið fræðslu-
stefna kemur fyrir eftir aldamótin. Þegar ís-
lendingar á tveimur síðari þriðjungum 19.
aldar og öndverðri 20. öld vísa til hug-
mynda, sem sannarlega má kenna við upp-
lýsinguna, er oftast talað almennum orðum
um hugmyndir, sem voru ofarlega á baugi á
18. öld.9
Þegar leitazt er við að leggja heildarmat á
áhrif upplýsingarinnar á íslandi, tel ég mik-
ilvægt að skoða viðfangsefnið á breiðum
grundvelli, annars vegar að huga að sem
flestum þáttum stjórnsýslu, atvinnuvega,
hugmynda og menningar; hins vegar að líta
til skeiðs næstu kynslóða, eftir að lýkur því
tímabili, sem hefðbundið er að kenna við
upplýsinguna, vegna þess hve náin tengsl
eru á milli hennar og hugmyndastefna, sem
tvímælalaust voru áhrifaríkar á þeim tíma.
Þess vegna kemur að mínu mati fram skökk
mynd af áhrifum upplýsingarinnar á íslandi,
ef matið er fyrst og fremst bundið við þann
tíma, sem venjulega er kennt við stefnuna,
og lítt litið lengra fram í tímann en til urn
1830.
Auðvelt er að benda á einstök svið, þar
sem eklci er sjáanlegt, að viðleitni upplýs-
ingarmanna til að breyta hugsunarhætti
landsmanna hafi borið mikinn árangur á því
tímabili, sem hefðbundið er að kenna við
stefnuna. Þannig er ekki vandaverk að finna
dæmi þess, að málflutningur Magnúsar
Stephensens í einstölcum greinum hafi elcki
verið sniðinn að lesendum úr röðum ís-
lenzks almennings og í álcveðnum tilvikum
hafi boðskapur hans ekki fengið góðan
hljómgrunn. En tiltelcin dæmi af þessu tagi,
ein og sér, gefa eklci tilefni til að draga
álcveðnar ályktanir um það, að heildaráhrif
upplýsingarinnar á landsmenn hafi verið
mjög takmörkuð.
Hitt er svo annað mál, að frá því um 1830
til um 1870 var ekki jafnmikið fjör í útgáfu
alþýðlegra fræðslurita og verið hafði á
blómaskeiði útgáfu Magnúsar Stephensens.
Hið íslenzka bókmenntafélag hélt úti nokk-
urri útgáfu rita af því tagi, bæði í Kaup-
mannahöfn og Reykjavík, en elcki var lögð
sérstök áherzla á hana.10 Nokkrir aðrir aðil-
9 Sjá um notkun hugtaksins upplýsing Ingi Sigurðs-
son: Upplýsingin og áhrif hennar á Islandi, bls.
33-35.
10 Fjallað er um sögu Hins íslenzlta bókmenntafélags
m.a. í eftirtöldum ritum: Páll Eggert Ólason og
117