Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 124

Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 124
INGI SIGURÐSSON RITMENNT síðustu áratugum 19. aldar og öndverðri 20. öld skrifuðu í jákvæðum anda um útgáfu Magnúsar á alþýðlegum fræósluritum, þótt oft væri fundið að framsetningu hans, og töldu þessa útgáfu hans bersýnilega vera grein af meiði starfsemi, sem væri í fullu gildi í samtímanum.15 Þannig segir Þorvald- ur Thoroddsen í Landfræðissögu sinni: ... þó ritgjörðir hans [Magnúsar] opt væru stirðar í framsetningu af því honum lét aldrei vel að rita íslenzku, þá breiddu þær þó út margan nytsaman fróðleik, sem alþýða hvergi annarsstaðar átti kost á að sjá og má með sanni segja að enginn maður hefir fyrr né síðar gjört eins þrekmiklar tilraunir til þess að mennta alþýðu eins og Magn- ús Stephensen.16 Ymsir íslenzkir upplýsingarmenn skrifuðu talsvert um alþýðufræðslu, sem skyldi byggjast á bókaútgáfu og starfsemi lestrar- félaga. Ber þar hæst skrif Stefáns Þórarins- sonar, Magnúsar Stephensens og Tómasar Sæmundssonar. Útgáfa alþýðlegra fræðslurita var gildur þáttur í ævistarfi Magnúsar Stephensens. Hann gerði á ýmsum stöðum grein fyrir fræðslumarkmiðum bókaútgáfu, sem hann stóð að, m.a. í formálum tiltekinna rita, sem hann samdi sjálfur. Magnús lagði áherzlu á að gefa út fjölbreytt fræðsluefni og taldi sig vera að þjóna þjóðinni með starfi sínu á þessu sviði. Hann áleit fræðslu í þessu formi hafa mikið hagnýtt gildi og stuðla að bættum siðum landsmanna.17 Áhugavert er að lcanna, að hvaða marki hugmyndir upplýsingarmanna um útgáfu alþýðlegra fræðslurita af sérstakri gerð, sem urðu elcki að veruleika á sjálfum upplýsing- artímanum, komust í framkvæmd síðar. I því sambandi koma skrif Stefáns Þórarins- sonar og Tómasar Sæmundssonar sérstalc- lega til skoðunar. I greininni Hugleiðingar um hjálparmeð- öl til að útbreiða bóklestrarlyst á íslandi fjallar Stefán Þórarinsson um nauðsyn þess að gefa út rit, þar sem almenningur gæti fengið fróðleik um fjölmörg svið. Stefán reifar hugmynd um, að Lærdómslistafélagið eða einhver annar aðili myndi ... takaz á hendur at géfa á prent eina bók, [í neð- anmálsgrein er sagt, að til greina myndi koma að gefa ritið út í heftum, líkt og gert hefði verið ineð sams konar rit í Danmörku] til gagns og upp- byggíngar alþýdu-fólksins, er kalladiz Almúg- ans-frædari, eda Frædi-safnari fyrir almúgann, á þann hátt sem bædi Danmork og fleiri lond hafa nú giort. Ætti bók þessi ritud vera med audskili- anlegu almúgamáli, og innihalda atridin af þeim hlutum, er helzt vidvíkia almúganum og bænda- stéttinni, og hún þyrfti upplýsingar á.18 Tómas ritaði mikið um bókaútgáfu og út- breiðslu bóka meðal almennings. Helztu ritsmíðar hans, þar sem hann fjallar um þessi efni, eru ritlingurinn Island fra den in- tellectuelle Side betragtet og ritgerðin Bók- menntirnar íslenzku í Fjölni. I Island fra den intellectuelle Side betragtet setti hann 15 Mat samtíðarmanna og manna af næstu kynslóðum á útgáfu fraeðslurita fyrir alþýðu, sem Magnús stóð fyrir, er tekið til meðferðar í Ingi Sigurðsson. Hug- myndaheimur Magnúsar Stephensens, bls. 122-24. 16 Þorvaldur Thoroddsen. Landfræöissaga íslands, 3. b., bls. 91. 17 Fjallað er um markmið Magnúsar með útgáfu fræðslurita m.a. í eftirtöldum ritum: Ingi Sigurðs- son. Hugmyndaheimur Magnúsar Stephensens, bls. 112-16; Ólafur Pálmason. Magnús Stephensen og bókmenntastarfsemi hans. 18 Stefán Þórarinsson: Hugleidíngar um Hiálpar- Medol til at útbreida Bóklestrar-lyst á Islandi, bls. 238. 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.