Ritmennt - 01.01.2001, Síða 125
RITMENNT
UPPLÝSINGIN
fram tillögur um skipulega útgáfu fræðslu-
efnis fyrir almenning. Hann vildi m.a. gefa
út „en kortere Encyclopædie, der gav
systematisk Oversigt over hele den menn-
eskelige Viden" - hér er um að ræða
ákveðna samsvörun við hugmynd Stefáns
Þórarinssonar, sem áður var getið, - og síð-
an umfangsmikinn flokk rita um einstök
fræðasvið, þar sem eitt eða tvö bindi kæmu
út á ári hverju.19
Nolckrir áratugir liðu, án þess að út kæmi
rit, sem kalla má vísi að alfræðibók í einu
bindi. Lestiaibók handa alþýöu á íslandi
eftir Þórarin Böðvarsson, sem út kom 1874
og byggð var að hluta á danskri fyrirmynd,
riti eftir Peder Hjort, sem nefndist Den
Danske Boineven, er nálægt því að vera rit
sömu tegundar og alfræðirit af því tagi, sem
Stefán Þórarinsson og Tómas Sæmundsson
dreymdi um, að yrði gefið út. Þórarinn get-
ur þess í formála, að margir hafi hvatt sig til
að þýða rit Hjorts, en hann hafi kosið að
frumsemja hluta síns rits, en byggja aðra
hluta að meira eða minna leyti á riti
Hjorts.20 Alþýðubókin, eins og rit Þórarins
var oftast kallað, naut mikilla vinsælda
meðal almennings. Kemur það m.a. fram í
ýmsum endurminningabókum.21
Meginhugmyndir þeirra Stefáns og
Tómasar um lestrarfélög og bókasöfn eru
einkar áhugaverðar í ljósi þess, sem síðar
gerðist. Það er sameiginlegt með hugmynd-
um þeirra, að þeir töldu mikilvægt að skapa
skilyrði fyrir því, að alþýðufólk gæti fengið
bælcur að láni. Magnús Stephensen skrifaði
minna um þessi efni.
í greininni Hugleiðingar um hjálparmeð-
öl til að útbreiða bóklestrarlyst á Islandi tel-
ur Stefán æslcilegt, að annaðhvort konung-
LESTRARKÓK
ÍIANDA
ALÞYDU A ISiANDI
EPTIH
I>ÓHAKINN BÖDVARSSON.
KAUPMANNAIIÖFN.
l’RKNTUl) HJÁ llLÖÐVl Kl.ltlN.
1874.
W
Landsbókasafn.
Titilsíða Lestrarbókai handa alþýðu á Islandi eftir
Þórarin Böðvarsson (1825-95).
urinn eða Hið konunglega danska landbú-
stjórnarfélag myndi „upporva sérliga menn
i landinu med hæfilegum verdlaunum, til
þess at giora smá Bóksofn i hverri sýslu, og
liá þadan bækur út, til leigulausrar brúkun-
19 Tómas Sæmundsson. Island fra den intellectuelle
Side betragtet, bls. 14-15.
20 Þórarinn Böðvarsson. Lestrarbók handa alþýðu á
lslandi, bls. iii.
21 Sjá um Lestrarbók handa alþýðu á íslandi og stöðu
hennar í sögu íslenzkrar bókaútgáfu Loftur Gutt-
ormsson: Frá kristindómslestri til móðurmáls, bls.
16-17, 19.
121