Ritmennt - 01.01.2001, Side 132
INGI SIGURÐSSON
RITMENNT
Héraðsskjalasafn Suður-Þingeyjarsýslu og Húsavíkurkaupstaðar (E. 23).
Upphaf greinarinnar Tvenns konar kenning eftir höfund, sem nefndi sig Bergþóru, er birtist í sveitarblaðinu Snar-
faia í Köldukinn 21. febrúar 1897. í ritgerðinni er fjallað um framfarakenningu og afturfarakenningu, sem svo eru
nefndar.
grundvallarspurningar lúta beinlínis að því,
hvort framfarir hafi orðið á einstökum svið-
um. Mælikvarði framfara er einnig lagður,
beint og óbeint, á söguna sums staðar í rit-
um Jóns Espólíns, Hannesar Finnssonar og
fleiri upplýsingarmanna.39
Til viðbótar við áhrif upplýsingarinnar er
á það að líta, að mat á sögu íslands fyrr á
öldum, sem þjóðernissinnuð viðhorf höfðu
áhrif á og varð útbreitt um miðja 19. öld,
ýtti undir það, að framfaramælikvarði væri
lagður á sögu landsins. Gagnrýni á stjórn
Dana fyrr á tíð varð til þess, að mönnum
varð enn hugleiknara en ella að ræða, hvort
framfarir hefðu orðið, og yfirleitt örvuðu
þjóðernissinnuð viðhorf umræður um fram-
farir. Enn fremur er á það að líta, að þróun
atvinnuvega og þjóðfélagsins alls frá lokum
þess tímabils, sem hefðbundið er að kenna
við upplýsinguna, fram á öndverða 20. öld,
hefur eflt þá trú, að framfarir væru möguleg-
ar og reyndar líklegar.
Ekkert rof varð í umræðunni um framfar-
ir og beitingu framfarahugtaksins eftir lok
þess tímabils, sem hefðbundið er að kenna
við upplýsinguna. Að þessu leyti var ekki
um sérstök tímamót að ræða um 1870;
þráðurinn frá upplýsingunni var óslitinn. í
almennri þjóðmálaumræðu íslendinga var
mikið skírskotað til framfara og rætt um,
hvernig helzt mætti stuðla að þeirn. Þannig
39 Fjallað er um trú á framfarir í sagnaritun íslenzkra
upplýsingarmanna í Ingi Sigurðsson: Sagnfræði, bls.
252-53.
128