Ritmennt - 01.01.2001, Page 133
RITMENNT
UPPLÝSINGIN
fjallar Jón Sigurðsson um framfarir á ýms-
um stöðum í riturn sínum. Að hans mati
voru framfarir keppikefli og viðmiðun, þeg-
ar rætt var um þjóðfélagsþróun. f
Greinilegar hliðstæður eru í urnræðu um
framfarir á upplýsingaröld annars vegar og á
síðustu áratugum 19. aldar og öndverðri 20.
öld hins vegar. Á síðara tímabilinu settu
viðhorf af þessu tagi mikinn svip á umræðu
um landsmál. Þess gætti lítt, að íslenzkir
höfundar andæfðu í riti þeirri trú á framfar-
ir, sem útbreidd var meðal Islendinga, sér-
stalclega meðal íslenzkra menntamanna,
líkt og gerðist meðal ýmissa annarra þjóða,
þrátt fyrir ýmis áföll, sem þjóðin varð fyrir,
svo sem harðindin á níunda áratug aldarinn-
ar. Vafalaust hefur allt framfaratal verið fjar-
lægt þeim, sem hörðust í bökkum, - þ.á m.
fólki, sem fann sig knúið til að flytja af
landi brott í von um betri afkomu handan
hafsins. En athyglisvert er, hve mikið al-
þýðufólk skrifaði um framfarir og leiðir til
að stuðla að framförum í hinum handskrif-
uðu hlöðum, sem gefin voru út í miklum
rnæli á síðustu áratugum 19. aldar og önd-
verðri 20. öld, einkum til sveita, auk þess
sem framfaratrú birtist í skrifum alþýðu-
fólks í prentuðum hlöðum. Bendir það ótví-
rætt til þess, að framfaraumræðan hafi eng-
an veginn verið bundin við menntamenn og
tiltölulega þröngan hóp annarra, sveita-
manna og þéttbýlisbúa, sem bezt voru
staddir efnalega í þjóðfélaginu. Þegar hand-
skrifuðum blöðum var hleypt af stokkun-
um, var þess stundum getið, að útgáfu
þeirra væri ætlað að stuðla að framförum.
Mörg dæmi eru um það á síðustu áratug-
um 19. aldar og öndverðri 20. öld, að mæli-
kvarði framfara sé lagður á gang sögunnar
með svipuðum hætti og gerðist meðal ís-
lenzkra sagnaritara á upplýsingaröld, og
skulu hér nokkur nefnd.
Viðhorf af þessu tagi koma glöggt fram á
mörgum stöðum í hinum rækilegu yfirlits-
ritgerðum um atburði liðins árs erlendis í
Skírni, sem birtust reglulega frá upphafi út-
gáfu tímaritsins til 1904. Þannig er hugleið-
ing um fiamfarir fléttuð inn í yfirlitsritgerð
Eiríks Jónssonar í Slurni 1883. Hann nefnir
þar „framfarir í atbúnaði til hæginda og
hollustu, uppgötvanir í verltnaði og iðnum,
í hermennt og herbúnaði og fleira þesshátt-
ar". En minni munur sé á „fyrri tímum og
seinni" varðandi „siðferðislegar framfarir
mannanna".40
I hinum vinsælu mannkynssögubókum
Páls Melsteðs kemur víða frarn, að hann
lagði mælikvarða framfara á gang sögunnar.
Trú á framfarir setur sterkan svip á fyrstu
eiginlegu kennslubólcina um íslandssögu,
Ágrip af sögu íslands eftir Þorkcl Bjarnason,
sem kom út 1880. í umfjöllun um sögu ís-
lands á tímabilinu 1786-1874 beitir Þorlœll
fram faramæl i kvarða, leggur mat á það,
hvort framfarir hafi orðið, og tekur m.a. til
meðferðar líkamlegar framfarir, sem hann
nefnir svo (á þessu tímabili var liefð fyrir því
að ræða annars vegar um líkamlegar fram-
farir, þ.á m. í verldegum efnum, hins vegar
um andlegar framfarir).41
Valtýr Guðmundsson birti grein í Eim-
reiðinni 1900, sem hann nefndi Framfarir
íslands á 19. öldinni. Þar kcmur glöggt fram,
40 Eiríkur Jónsson: Útlendar frjettir frá nýári 1882 til
ársloka, bls. 5.
41 Þorkell Bjarnason. Ágrip af sögu Islands, bls.
101-33.
129