Ritmennt - 01.01.2001, Side 135
RITMENNT
UPPLÝSINGIN
viki lcoma til athugunar náin tengsl upplýs-
ingarinnar og pósitívisma Comtes. I riti
sínu, Yfirlit yfir sögu mannsandans. Aust-
urlönd, gerir Ágúst grein fyrir skiptingu
sögunnar í þrjú stig í samræmi við kenning-
ar Comtes, án þess raunar að nefna hann á
nafn. Ágúst segir svo: „Mannsandinn er nú
á ... þriðja og síðasta skeiði sínu, skeiði
reynsluvísindanna, og það virðist ætla að
verða sigurbraut hans." Hann beitir mynd-
máli, skírslcotunum til ljóss og myrlcurs,
sem minnir á myndmál upplýsingarmanna.
Hann segir: „ þrátt fyrir allar ógöngurnar
og öll vonbrigðin, getur hann [mannsand-
inn] sagt með sanni að hann hafi verið að
brjótast úr myrkrunum upp í ljósið, úr dal-
verpinu upp á tindinn, og jafnvel á stundum
úr eyðimörkinni inn í fyrirheitna landið."45
Trú á framfarir tengir m.a. saman þjóð-
ernissinnuð viðhorf Islendinga á upplýsing-
aröld annars vegar og á síðustu áratugum
19. aldar og öndverðri 20. öld hins vegar. Á
síðara tímabilinu fléttaðist trú á framfarir
mjög saman við þjóðernissinnuð viðhorf,
sem þá gætti mikið í ræðu og riti. Hitt er
svo annað mál, að skýr blæbrigðamunur er
á þjóðernissinnuðum viðhorfum á síðara
tímabilinu og hinu fyrra. Hér er ástæða til
að huga að aðferðafræðilegum vandamál-
urn, sem upp koma í sambandi við rann-
sóknir á þjóðernishyggju. Margt hefur verið
ritað víða urn lönd á síðustu áratugum urn
skilgreiningu á þjóðernishyggju, eðli hennar
og þróun. Þótt mál, sem varða þjóðerni,
væru mjög ofarlega á baugi í urnræðu á ís-
landi eins og í mörgurn öðrum löndum, var
ekki fjallað mikið meðal Islendinga urn
hugmyndastefnu, sem kölluð var þjóðernis-
hyggja eða eitthvað álíka. Viðhorf, sem falla
undir þjóðernishyggju, slcarast við viðhorf,
sem falla undir aðrar hugmyndastefnur, svo
sem rómantísku stefnuna og frjálslyndis-
stefnu. Mikilvægt er að slcoða áhrif róman-
tísku stefnunnar í samhengi við áhrif upp-
lýsingarinnar. Upplýsing og rómantík eru
ekki að öllu leyti andstæður, en vissulega er
á margan hátt um mikinn mun að ræða.
Þegar áhrif rómantísku stefnunnar meðal Is-
lendinga eru athuguð, er rétt að hafa í huga,
að hún er ein þeirra hugmyndastefna, sem
erfitt er að skilgreina nákvæmlega; oft er
torvelt að segja til um, hvaða viðhorf, sem
kalla má rómantísk, má rekja til róman-
tísku stefnunnar. Sannarlega var talað um
rómantíska stefnu í Evrópu á fyrri helmingi
19. aldar, en sú umræða náði lengi vel lítt til
íslands. Eins og alkunnugt er, gætti áhrifa
rómantísku stefnunnar mikið í skáldslcap
Islendinga á 19. öld, svo og í fræðimennsku,
auk þess sem þau birtust í stjórnmálaum-
ræðu. En þegar á heildina er litið, urðu áhrif
rómantísku stefnunnar ekki til þess, að
neitt meiri háttar rof lcæmi í áhrif upplýs-
ingarinnar, þegar til langs tíma er litið.
I lok 19. aldar fór tjáning þjóðernissinn-
aðra viðhorfa meðal íslendinga að verða til-
finningaþrungnari og rneir í rómantískum
anda, sem svo má lcalla, en áður. Gætir þar
án efa að einhverju marki áhrifa frá Grundt-
vig, sem fyrir sitt leyti varð fyrir áhrifum frá
rómantísku stefnunni á því tímabili, sem
hefðbundið er að kenna við rómantík í evr-
ópslcri hugmyndasögu. Hugmyndafræði
Grundtvigs hafði mótandi áhrif á starf lýð-
háskóla í Danmörku og Noregi, svo og á
45 Ágúst H. Bjarnason. Yfirlit yfir sögu mannsandans.
Austurlönd, bls. 4.
131