Ritmennt - 01.01.2001, Page 137
RITMENNT
UPPLYSINGIN
Martin Kitchen. The Cambridge Illustrated History of Germany. Cambridge 1996, bls. 225.
Á skeiði örrar iðnvæðingar á 19. öld og öndverðri 20. öld var mikill fjöldi verksmiðja reistur víða um lönd. Mynd-
in er af verksmiðju AEG í Berlín 1904.
Mörg dæmi voru þess, að íslenzk blöð og
tímarit birtu á þessu tímabili stuttar frétta-
klausur um nýjungar á sviði vísinda og
tækni. Bendir það til þess, að þetta efni hafi
notið vinsælda meðal almennings. Hrifning
af nýjungum á þessu sviði kemur einnig
fram í ferðafrásögnum íslendinga. Taka má
tvö dæmi um þetta. Matthías Jochumsson
hreifst mjög af þeirri tækni, sem hann
komst í lcynni við, þegar hann fór á heims-
sýninguna í Chicago 1893, að því er ráða má
af bók hans, Chicagoför mín 1893. Lítil
ferðasaga Eiríks Ólafssonar á Brúnum er
góð heimild um það, hvernig tækniundur
erlendrar borgar komu fyrir sjónir íslendingi
í fyrstu utanlandsferð hans.
Nýja guðfræðin
Ekki verður um það deilt, að nýja guðfræð-
in svokallaða, líka kölluð frjálslynda guð-
fræðin, sem er grein af guðfræði mótmæl-
enda, sótti margt til guðfræði upplýsingar-
innar,49 jafnframt því sem hún mótaðist að
49 Sjá m.a. um guðfræði á íslandi á upplýsingaröld
Hjalti Hugason: Guðfræði og trúarlíf.
133