Ritmennt - 01.01.2001, Síða 139
RITMENNT
UPPLYSINGIN
arra, sem byggðu trúarhugmyndir sínar
meir á hefð rétttrúnaðar. Þegar á heildina er
litið, voru áhrif nýju guðfræðinnar á ís-
lenzka kristni mikil.
Jón Helgason (kennari við Prestaskólann,
prófessor við guðfræðideild Háskóla íslands,
biskup 1916-38) tók virkan þátt í ritdeilum
um nýju guðfræðina. Hann hóf að skrifa um
hana fyrir aldamót. Hann birti m.a. flokk
greina um þetta efni í Isafold 1913, sem
hann gaf síðan út í bólc, er bar titilinn
Grundvöllurinn er Kristur. Trúmálahug-
leiöingar frá nýguðfræðilegu sjónarmiði.
Eftir að Jón varð biskup, gekk hann lítt fram
fyrir skjöldu sem talsmaður nýju guðfræð-
innar. Telja má, að hann hafi verið sá mað-
ur, sem mestan þátt átti í útbreiðslu hennar
meðal íslendinga. í áðurnefndri bók leggur
Jón álierzlu á, að nýja guðfræðin sé víð-
feðmt hugtak, og segir, að hún sé ekki að
öllu leyti í samræmi við skynsemistrú á 18.
öld. En athyglisvert er, að hann leggur
mikla áherzlu á að kynna nýju guðfræðina
fyrir íslendingum sem hreyfingu, er hafi
mótazt mjög af upplýsingunni, og er það í
samræmi við mat, sem útbreitt hefur verið
meðal fræðimanna bæði fyrr og síðar. Ljóst
er, að Jón telur sjálfan sig og aðra nýguð-
fræðinga vera arftaka upplýsingarguðfræð-
inga. í einum l<afla bókarinnar fjallar hann
um baksviö nýju guðfræðinnar og vísar þar
til hræringa, sem eru hluti af upplýsing-
unni; hann skírskotar m.a. til hins þýzl<a
heitis upplýsingarinnar, Aufklárung. Hann
segir m.a.:
Eins og kunnugt er, þá hratt 18. öldin af stað full-
kominni byltingu á öllum sviðum hins andlega
lífs. í heimspeki, náttúruvísindum, lögspeki,
uppeldisfræði, skáldskap - hvervetna risu menn
.1 ÓN HliLGASON
GÍUNDVÖLLURINN ER KRISTUR
TKOMÁLAHUGLEIÐINGAK
I HÁ SÝiil'ÐFIl.ViÐII.KGl SJÓNAHMIÐI
f
IVliVKJAVÍK
IIÚKAYI' lU.Ll'N (il’ÐM. G A-M AI. i E I. S S O N A,H
1915
Landsbókasafn.
Titilsíða bókarinnar Grundvöllurinn er Kristur. Trú-
málahugleiðingar frá nýguðfræðilegu sjónarmiði eftir
Jón Helgason.
upp til að varpa af sér ánauðaroki erfikenningar-
innar. Einkennisorð aldarinnar urðu: Hugsan-
frelsi [svo] (libertas philosophandi) og mentun
[Aufklárung). Og þótt margt dýrmætt kunni að
hafa farist í byltingunni, sem veruleg eftirsjón er
að, þá verður það sannast sagt um bylting þessa,
að hún hafi valdið fullkomnum aldahvörfum í
sögu mannsandans. Hún varð byrjun nýrra tíma
í andans og hugsunarinnar heimi. ... Þessi er að-
dragandinn að framkomu hinnar nýju rannsak-
andi guðfræði. Hún er bein og óhjákvæmileg af-
135