Ritmennt - 01.01.2001, Síða 141
RITMENNT
UPPLÝSINGIN
inu var oft vísað til fordæmis upplýsingar-
manna sem fyrirmyndar, hvað varðaði út-
gáfu alþýðlegra fræðslurita. A báðum tíma-
bilunum var lögð mikil áherzla á nauðsyn
þess að gefa út fræðslurit um fjölmörg svið,
og enda þótt verulegt skólahald á ýmsum
stigum kæmi til sögunnar á síðara tímabil-
inu, lögðu margir höfundar þá áherzlu á, að
almenningur hlyti að fá milcinn liluta
menntunar sinnar af lestri bólca. Á báðum
tímabilunum voru settar fram hugmyndir
um það, að bókasöfn og lestrarfélög ættu að
gegna mikilvægu hlutverki við að gera al-
menningi kleift að nálgast fræðandi lestrar-
efni,- á síðara tímabilinu var hugmyndum af
þessu tagi hrundið í framkvæmd í miklum
mæli, ólíkt því, sem gerðist á upplýsingar-
öld. Umræðan um framfarir, sem gætti
mjög á síðustu áratugum 19. aldar og önd-
verðri 20. öld, á sér skýra samsvörun í um-
ræðu upplýsingarmanna. Þráðurinn frá upp-
lýsingunni rofnaði aldrei að þessu leyti. Oft
var bent á tengsl bættrar alþýðumenntunar
og framfara. Á síðustu áratugum 19. aldar
og öndverðri 20. öld skrifuðu ýmsir höfund-
ar úr alþýðustétt um alþýðumenntun og
framfarir mjög á sama veg og margir
menntamenn, eins og m.a. kemur fram í
handskrifuðum blöðum. Hin þjóðernissinn-
uðu viðhorf, sem settu mikinn svip á hug-
myndaheim Islendinga á þessu skeiði, voru
að ýmsu leyti annars eðlis en slík viðhorf,
sem einkennandi eru fyrir upplýsinguna á
íslandi, en trú á framfarir tengir hér m.a.
saman. Hrifning af þróun vísinda og tækni
kemur víða fram í skrifum Islendinga á síð-
ustu áratugum 19. aldar og öndverðri 20.
öld, líkt og verið hafði á upplýsingaröld.
Nýja guðfræðin, sem hafði mikil áhrif á
kristni á íslandi á fyrstu áratugum 20. aldar,
hefur skýr tengsl við upplýsinguna. Á fleiri
sviðum, svo sem í náttúruvísindum, refsi-
rétti og bókmenntum, eru greinileg tengsl
milli hugmynda upplýsingarmanna og hug-
mynda, sem birtust hjá íslendingum á síð-
ustu áratugum 19. aldar og öndverðri 20.
öld.
Sé samanburður gerður við önnur lönd í
vestanverðri Evrópu, sést, að ísland fellur að
mörgu leyti vel inn í heildarmynd af áhrif-
um hugmynda, sem að meira eða minna
leyti má rekja til upplýsingarinnar, á því
svæði á síðustu áratugum 19. aldar og önd-
verðri 20. öld. Þetta á ekki sízt við, þegar ís-
land er borið saman við Danmörku og Nor-
eg-
Þegar á heildina er litið, setja gildi, sem
rekja má til upplýsingarinnar og tengjast
stefnunni með einum eða öðrum hætti,
sterkan svip á hugmyndaheim íslendinga á
síðustu áratugum 19. aldar og öndverðri 20.
öld.
Heimildaskrá
Ágúst H. Bjarnason. Yfirlit yfir sögu mannsandans.
Austurlönd. Reykjavík 1908.
Baumer, Franklin L. Modern European Thought. Con-
tinuity and Change in Ideas, 1600-1950. New York
1977.
Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal. Ritsafn. Gils Guð-
mundsson sá um útgáfuna. 4. b. Reykjavík 1953.
Böðvar Kvaran. Auðlegð íslendinga. Brot úr sögu ís-
lenzkrar bókaútgáfu og prentunar frá öndvetðu
fram á þessa öld. Reykjavík 1995.
Dossing, Th.: Folkebibliotekerne og Folkets Læsning.
Svend Dahl (ritstj.). Danmarks Kultur ved Aar
1940. 6. b. Religiose Forhold. Folkeoplysning.
Kobenhavn 1942, bls. 238-59.
Einar Helgason. Bjarkir. Leiðarvísir í trjárækt og blóm-
rækt. Reykjavík 1914.
137