Ritmennt - 01.01.2001, Page 147
RITMENNT
SAGNANETIÐ
Margt varð hins vegar til þess að greiða götu safnsins í þessu
efni, ekki síst það að fljótlega stofnaðist til samvinnu um málið
við íslenska Fiske-bókasafnið í Cornell, en þar var ríkur vilji til
samstarfs, góð fagleg og tæknileg þekking og eklci síst mikil
reynsla að því er tekur til umsókna til bandarískra sjóða. Um-
sóknarferlið kallaði á ferðir og fundarhöld, og var Mellon-sjóður-
inn svo vinsamlegur að veita sérstakan styrk til þess undirbún-
ings án þess að í því fælist nein skuldbinding um framhaldið.
Það styrkti síðan enn grundvöll umsóknarinnar þegar stofnaðist
til aðildar Stofnunar Arna Magnússonar á íslandi að verkefninu.
Þegar fyrst var haft samband við Mellon-sjóðinn voru reifaðar
þær skyldur safnsins að varðveita íslensk rit safnsins sem allra
best og veita jafnframt sem greiðastan aðgang að efninu. Sú að-
ferð að færa efnið á örfilmur svarar slíkum kröfum allvel. Það
kom hins vegar fljótt í ljós að sjóðurinn væri frekar tilbúinn til
að styðja verkefni sem fælist í því að setja safnkostinn á stafrænt
form, einkum ef um heildstætt efni væri að ræða sem með hinni
nýju tækni mætti gera aðgengilegt fræðimönnum og öðrum víða
um heim.
Að þessu athuguðu var ákveðið að rniða umfang verkefnisins
við íslenskar bókmenntir frá 12.-14. öld, þ.e. íslendingasögur og
-þætti, norræna goðafræði og samtímasögur. Einnig lcornu með
fornaldar- og riddarasögur, kvæði, rímur, lausavísur og ýmislegt
Við upphaf verks var Sagna-
netið kynnt á blaðamanna-
fundi sem haldinn var 17.
apríl 1997. Frá vinstri: fó-
hannes Nordal formaður
stjórnar bókasafnsins, Björn
Bjarnason menntamálaráð-
herrra, Einar Sigurðsson
landsbókavörður, Day Olin
Mount sendiherra Bandaríkj-
anna.
143