Ritmennt - 01.01.2001, Síða 148
SAGNANETIÐ
RITMENNT
Myndin sýnir þrjá af fyrir-
lesurunum á málþingi um
Sagnanetið sem haldið var 2.
júlí, áður en að sjálfri opnun-
arhátíðinni kom síðar sama
dag. Frá vinstri: Kristrún
Gunnarsdóttir, sem unnið
hefur við Sagnanetið um ára-
bil, Sveinn Agnarsson, sem
lcynnti hlut Hagfræðistofnun-
ar Háskóla Islands, og Sigur-
geir Steingrímsson, aðstoðar-
forstöðumaður Stofnunar
Árna Magnússonar á íslandi.
Aðrir sem fram komu á mál-
þinginu og/eða opnunarhátíð-
inni voru, auk menntamála-
ráðherra, H. Thomas Hicker-
son, einn af yfirmönnum
bókasafnsins við Cornell-há-
skóla, Þorsteinn Hallgríms-
son aðstoðarlandsbókavörður
og Einar Sigurðsson lands-
bókavörður.
Ljósm. /óhanna Ólafsdóttir.
H. Thomas Hickcrson.
L)ósm. Jóhanna Ólafsdóttir.
fleira, enda var ákveðið að yfirfæra innihald hvers handrits í
heild sinni ef það hefði að geyma eitthvað af því efni sem helst
var miðað við. Teknar voru stafrænar rnyndir af handritunum,
einnig af prentuðum útgáfum, þýðingum og fræðiritum sem
birst höfðu fyrir 1900.
Umfang verkefnisins reyndist meira en svo að Mellon-sjóður-
inn teldi sér fært að kosta það að öllu leyti. Hugsanleg styrkveit-
ing var þess vegna háð því að umsækjendum tækist að útvega
verulegt fjármagn sem mótframlag, enda er þess háttar krafa al-
geng þegar um slíka styrki er að ræða. Ljóst var að Landsbóka-
safn gæti ekki tekið á sig nema lítinn hluta þess kostnaðar.
Myndarlegur stuðningur frá ríkinu fyrir atbeina Björns Bjarna-
sonar menntamálaráðherra skipti því miklu máli fyrir framgang
verkefnisins, ásamt umtalsverðum styrkjum frá Rannsóknarráði
íslands og þremur stórfyrirtækjum, þ.e. Eimskipafélagi íslands,
Landssíma íslands og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Að þessu tryggðu tók Andrew W. Mellon sjóðurinn ákvörðun
um styrkveitingu sem nam 600 þúsund Bandaríkjadölum. Þetta
gerðist vorið 1997, um hálfu öðru ári eftir að málinu var fyrst
hreyft.
Efni Sagnanetsins - en svo nefndist verlcefnið nálega frá byrj-
un - lcallaði á tölvuslcráningu þeirra handrita sem færð voru á
stafrænt form, og má segja að það tímafreka viðfangsefni og sú
144