Ritmennt - 01.01.2001, Page 150
SAGNANETIÐ
RITMENNT
fundum og ráðstefnum í Bandaríkjunum, Kanada og á Norður-
löndum, en rnestu máli skiptir þó sú reynsla og þekking sem
safnið hefur öðlast við að leysa verlcefni sem þetta af hendi.
Sagnanetið hefur styrkt mjög ímynd safnsins og mun hafa mikla
þýðingu þegar til þess kemur að leitað verði samstarfs og stuðn-
ings við ný verkefni af svipuðum toga.
Einar Sigurðsson
Heimildir um forn fræði
í Landsbókasafni og safn
Einars Benediktssonar
skálds
Sumarið 2000 fékk Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn
styrk til fjögurra mánaða vinnuframlags úr Nýsköpunarsjóði
námsmanna fyrir tvo stúdenta, Geir Þ. Þórarinsson og Maríu Ás-
mundsdóttur, en þau eru nemar í grísku og latínu. Hlutverk
þeirra var að athuga hvað væri til af prentuðum textum í safninu
frá endurreisn og fram á miðja 19. öld á latínu og grísku eftir
klassísku höfundana, til dæmis í bókmenntum, heimspeki og
sögu, og um leið að reyna að leggja mat á það hvað væri til af við-
urkenndum, sjaldgæfum og verðmætum útgáfum í safninu.
Hlutverk stúdentanna var einnig að skrá bækurnar í Gegni, sem
er bólcasafnskerfi safnsins, og gera þær þannig aðgengilegar not-
endum.
Hafist var handa við bókasafn Einars Benediktssonar skálds
(1864-1940), en það er eitt af sérsöfnum þjóðdeildar. Guðjón
Friðriksson sagnfræðingur segir svo frá í ævisögu sinni um Ein-
ar að þegar hann hjó í Höfn árið 1917 hafi hann fengið þá hug-
mynd að skrifa bók um Thule og hvernig það tengdist íslandi.
Fékk hann Pétur Sigurósson, síðar háskólaritara, til að leita
heimilda í fornum klassískum ritum á Konunglega bókasafninu
í Kaupmannahöfn. Einar keypti einnig í þeim sama tilgangi
gamlar bækur: „Sérstaklega var hann veikur fyrir eldfornu lat-
146