Ritmennt - 01.01.2001, Page 151
RITMENNT
HEIMILDIR UM FORN FRÆÐI
HEi
ínuprenti og kaupir hverja slcræðu af því tagi, sem hann nær í, og
eru sumar allt frá dögurn Gutenbergs, svokallað vögguprent."1
Háskóli íslands fékk svo bókasafn Einars þegar hann árið 1935
gaf skólanum jörðina Herdísarvík ásamt bókasafni sínu og laus-
um munum. Bækurnar voru fluttar í Háskólabókasafn 1950 og
að lokum í Þjóðarbólchlöðu 1994. Bækur Einars eru margar
hverjar í slæmu ásigkomulagi og skemmdar af raka. Bækurnar
höfðu verið geymdar í Herdísarvík, og voru aðstæður þar með
besta móti, en áður en þær voru fluttar þangað urðu þær fyrir
rakaskemmdum, og því var ljóst að gera þyrfti við margar
þeirra.2 Þess má jafnframt geta að Einar safnaði einnig bókum
um Grænland. Alþingi íslendinga keypti Grænlandssafn Einars
handa Landsbókasafni íslands árið 1930, 965 bindi.3
í þessari vinnulotu stúdentanna voru skráðir rúmlega átta
hundruð titlar af þeim af 1.225 sem eru í Einarssafni, og leynd-
ist þar margt fágætt. Bækurnar eru flestar frá 17. og 18. öld. Ein
þeirra er frá 15. öld, Commentarii Dionysiusar de Burgo við
Valerius Maximus í þýðingu Heinrich von Mugeln frá 1489. Frá
16. öld er 81 titill, 175 eru frá I 7. öld, 207 frá 18. öld og 67 frá
Hluti af bókasafni Einars
Benediktssonar í Herdísarvík.
Mynd í eigu Landsbókasafns.
1 Guðjón Friðriksson. Einar Benediktsson. Ævisaga. 2. bindi. Reykjavík 1999,
bls. 420.
2 Árbók Háskóla íslands. Háskólaárið 1949-1950. Reykjavik 1950, bls. 72-73.
3 Ritaukaskrá Landsbókasafnsins 1930. Reykjavík 1931, bls. iii.
147