Ritmennt - 01.01.2001, Page 154
HEIMILDIR UM FORN FRÆÐI
RITMENNT
Eftir verkefni sem þetta blasir það við að nauðsynlegt er að
skrá allar þær gömlu erlendu bækur sem geymdar eru í Lands-
bókasafni því ljóst er að margur á meira en hann hyggur.
Örn Hrafnkelsson
Bólcasafn
Hjartar Þórðarsonar
Árið 1946 keypti Wisconsin-háslcóli í Madison hið stórmerka
einkabókasafn Hjartar Þórðarsonar rafmagnsfræðings í Chicago.
Það var ósk Hjartar að bólcasafnið sem hafði að geyma um ellefu
þúsund bindi mætti verða eign háskólans. Ekki hafði þó verið
gengið frá því fyrir fráfall Hjartar 1945 hvernig það mætti verða.
Niðurstaðan varð sú að háskólinn keypti safnið, sem metið var
á um eina milljón bandaríkjadala, fyrir tæpan þriðjung þcirrar
upphæðar.
Hjörtur Þórðarson fæddist á Stað í Hrútafirði og fluttist sex
ára gamall til Vesturheims árið 1873 með foreldrum sínum og
systkinum.1 Hann ólst upp í Wisconsin og Norður-Dakota og
varð framkvæmdastjóri eigin rafiðnaðarfyrirtækis í Chicago.
Hjörtur fékk einkaleyfi fyrir mörgum uppfinningum sínum, og
fyrirtæki hans þar sem allt að 1500 manns unnu gekk vel, og
hann auðgaðist mjög að veraldlegu fé.
Hjörtur átti þess ekki lcost að ganga menntaveginn. En með
sjálfsnámi tókst honum að læra grundvallaratriði eðlisfræðinn-
ar, og sér í lagi rafmagnsfræðinnar. Sagðist Hjörtur í þeim efnum
mest eiga að þaklca Eölisfræði eftir J.G. Fischer sem Magnús
Grímsson, móðurbróðir Hjartar, þýddi á íslensku og Bókmennta-
félagið gaf út árið 1852. Hjörtur var kjörinn Master of Science í
heiðursskyni við Wisconsin-háskóla árið 1929 og heiðursdoktor
við Háslcóla íslands árið 1930 fyrir vísindastörf sín.
Hjörtur hóf snemma að safna bólcum, og beindist söfnun hans
1 Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri ritaði ævisögu Hjartar Þórðarsonar, Hug-
vitsmaðurinn, sem út kom í tveimur bindum: Æviferill, Reykjavík 1973, og
Uppfinningar, Reykjavík 1990.
150