Ritmennt - 01.01.2001, Page 155
RITMENNT
BÓKASAFN HJARTAR ÞÓRÐARSONAR
Frá vinstri: J. Cliristian Bay,
Walter N. Hill og Hjörtur
Þórðarson.
The Chester H. Thordarson Collection.
í fyrstu að íslenslcum bókum. Hann sá þó fljótlega að hann
myndi ekki geta keppt við Fiske-safnið við Cornell-háskóla og
Halldór Hermannsson. Hann sneri því söfnun sinni inn á aðrar
brautir og lagði áherslu á amerískar og enskar bælcur, einkum á
sviði tæknisögu og náttúrufræði. í Chicago var innflytjandi af
dönskum ættum, f. Christian Bay bókavörður við John Crerar
bólcasafnið, sem reyndist Hirti hin mesta hjálparhella í bóka-
söfnunarmálunum ásamt Walter N. Hill fornbóksala. Tókst
Hirti að eignast ýmsa fágæta kjörgripi, og skal hér einungis nefnt
tvennt: Coverdale-biblían frá Í535, fyrsta enska þýðingin af öll-
um bókum biblíunnar sem prentuð var, - Hjörtur átti eitt besta
eintakið af þeim 23 sem varðveist hafa, ekkert þeirra þó alger-
lega heilt; hins vegar fuglabókin milcla The Birds ofAmerica eft-
ir John James Audubon, prentuð í London 1827-38 í fjórum
bindum, öll handlituð, í geysistóru broti, svonefndu fílabroti (el-
ephantfolio), u.þ.b. 120x70 cm. Eintak Hjartar er innbundið í
Riverdale-band. Um miðjan 7. áratuginn voru Coverdale-biblían
og fuglabók Audubons metnar á yfir hundrað þúsund bandaríkja-
dali, eða um þriðjung þess sem Wisconsin-háslcóli greiddi fyrir
allt bólcasafn Hjartar Þórðarsonar. Og til marlcs um fágæti þess-
151