Ritmennt - 01.01.2001, Side 159
RITMENNT
BÓKASAFN HJARTAR I’ÓRÐARSONAR
Áritun höfundarins, Ólafs
Olaviusar, á eintaki Hjartar
Þóröarsonar af Drauma dikti.
ið vantar. Frá fyrstu fimmtán árum ísafoldarprentsmiðju eða úr
öðrurn Reykjavíkurprentsmiðjum um og eftir 1880 er ekkert að
finna í safni Hjartar, og frá áratugnum fyrir aldamótin 1900 að-
eins fjögur rit.
Þá eru aðeins tvær bækur í safninu sem prentaðar voru á Ak-
ureyri fyrir 1900, Agrip af náttúiusögu handa alþýðu eftir Pál
Jónsson, prentuð 1884, og Chicagó-föi mín 1893 eftir Matthías
Jochumsson, prentuð 1893. Ur prentsmiðjunni á ísafirði eru í
safninu Ljóðmæli Jólranns Magnúsar Bjarnasonar, prentuð 1898,
og skáldsagan Gegnum brim og boða eftir Carl Andersen, einnig
prentuð 1898.
Af þeim fjölmörgu bókum sem prentaðar voru á íslensku í
Kaupmannahöfn eru nokkrar í safni Hjartar, og skal hér getið
þeirra sem eru eldri en frá 1770. Elst er Spurningar út affræðun-
um eftir Jón Árnason bislcup, prentuð 1737, og aðrar þrjár sem
lrann stóð að eru frá árunum fyrir 1750. Þar er og fyrsta rit Egg-
erts Ólafssonar sem prentað var á íslensku árið 1755, Nokkrar
hughreystilegar harmatölur, erfiljóð um Guðmund Sigurðsson,
föður Ingibjargar sem Eggert lcvæntist 1768. Lolcs er í safninu
elsta rit Ólafs Olaviusar, Drauma diktur um söknuð og sorgleg-
an missir þess hávitra, göfuga og góða manns herra Eggerts
Ólafssonar ásamt hans dyggðum prýddrar konu Ingibjargar
Guðmundsdóttur, prentað 1769; er eintalcið áritað af Olaviusi og
jafnframt liið eina í safni Hjartar sem elclci er til í frumgerð í
Fislce-safninu (sem á rotograf-lcópíu).4
Sem fyrr greinir tengist ein Kaupmannalrafnarbólc íslenslc
Hirti Þórðarsyni meira en nolclcur önnur: Eðlisfræði Fischers
4 Catalogue of the Icelandic collection. Additions 1927-42. Compiled by Hall-
dót Hermannsson. Ithaca 1943. Bls. 179-80.
155