Ritmennt - 01.01.2001, Page 160
BÓKASAFN HJARTAR ÞÓRÐARSONAR
RITMENNT
sem Magnús Grímsson þýddi og Bókmenntafélagið gaf út 1852,
„bláa bókin" eins og hún hefur verið nefnd eftir hinu bláa for-
lagsbandi. Sagan segir að Hjörtur hafi uppgötvað þessa bólc er
hann var u.þ.b. tólf ára og hafi lesið hana aftur og aftur næstu
fimm árin, og skilið meira og meira í henni eftir því sem hann
eltist; þegar hann var sautján ára hafði hann lært svo mikla raf-
fræði af bókinni og eigin tilraunum að hann vissi upp á hár hvað
hann vildi gera í framtíðinni. Þessi bók er því ltannslci sú mest
spennandi í bókasafni Hjartar. En þar verða menn fyrir dálitlum
vonbrigðum. Að vísu er eintakið fallega innbundið í blátt skinn
og með bláum saurblöðum. Það er hins vegar eins og ósnert og
án nokkurra ummerkja um að hafa verið lesið, nema hvað það er
noklcuð skemmt af vatni eða raka, og hefur skaðinn orðið áður
en bókin var bundin. Þetta getur því engan veginn verið eintak-
ið sem lesið var meira og minna í fimm ár. Eiirtakið í safninu er
því annað en það sem Hjörtur las í æsku; það eintak hefur lík-
lega verið eign móður hans, systur Magnúsar Grímssonar, og
hreinlega verið lesið upp til agna. Hjörtur hefur svo keypt annað
eintak löngu síðar til að eiga í safninu.
Sú staðreynd að Hjörtur hætti snemma söfnun íslenskra bóka
og sneri sér að hinum erlendu varð til þess að íslensku ritin urðu
hálfpartinn útundan í safninu. Kannski liggur styrkur safnsins
einmitt í því. Eins og eðlilegt er hafa mörg bókasöfn látið binda
eldri bælcur sínar í nýtt band og kastað hinu gamla til að ritin
geti orðið nothæf lesendum. Fæst íslensku ritanna í safni Hjart-
ar hafa hins vegar verið bundin í nýtt band, heldur fengið að
halda hinu gamla og fátæklega bandi sem gæti verið upphaflegt
samtímaband, oft illa farið en stundum líka í úrvalsgóðu ásig-
lcomulagi. Fyrir þá sem rannsaka vilja íslenslca bókbandssögu
eru þessi rit sem hreinasta gullnáma. Blindstimplar á spjöldum
geta veitt vísbendingu um hver batt bókina, eða a.m.k. hvaða
bókbandsverkstæði átti í hlut. Mörg ritanna hafa auk þess saur-
blöð sem geta verið dagsettir reikningar, handskrifaðir eða prent-
aðir, eða prentaðar arkir úr öðrum bókum sem unnt er að aldurs-
greina. Þá eru margar bækur merktar fyrri eigendum með nafni,
handskrifuðu eða stimpluðu, og er slíkt mikill fjársjóður þeim
sem rannsaka vilja lífshlaup gamallar bókar sem skipt hefur um
eigendur í áranna rás.
Steingrímur Jónsson
156