Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Blaðsíða 19
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
131
kökur og kex, af sér kolvetni í formi sykurs en lítil sem engin
vítamín og ætti þess vegna að draga mjög úr neyslu þeirra.
Fita. í þessum flokki eru næringarefni sem gefa margar
hitaeiningr og mikil neysla stuðlar að offitu. Þess vegna ætti
að stilla neyslu þeirra í hóf. Hörð feiti úr dýraríkinu, t.d.
tólg, smjör, mör og flot eru gerð úr mettuðum fitusýrum.
Olíur og fitur úr jurtaríkinu, sérlega sólblómasmjör og
maísolía eru úr ómettuðum fitusýrum sem taldar eru
æskilegri fyrir efnaskipti líkamans. Fita úr jurtaríkinu gefur
fleiri lífsnauðsynlegar fitusýrur í minna magni heldur en fita
úr dýraríkinu, en einnig A-, D- og E-vítamín.
Til þess að fæðan verði nægilega fjölbreytt ættu þungaðar
konur að neyta allra þessara sex fæðuflokka daglega í
hóflegu magni um meðgöngutímann. Þeim skal sérstaklega
bent á að sneiða hjá neyslu sælgætis. f því er oftast mikið af
sykri og mettaðri fitu. Það dregur úr lyst á öðrum hollari
fæðutegundum.
Höfundar þessarar greinar eru Auðólfur Gunnarsson skurðladcnir á Fæðingar-
deild Landspítalans, Helga Hreinsdóttir næringarfræðingur á Landspítalanum og
Sigurður S. Magnússon prófessor við læknadeild Háskólans.
Greinin birtist áður í Fréttabréfi um heilbrigðismál og er hér birt með leyfi
höfunda og útgefanda fréttabréfsins.