Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Blaðsíða 29

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Blaðsíða 29
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 141 utan þetta má í þessu sambandi nefna fleiri hættur samfara kúamjólkur- og þurrmjólkurgjöf: 1. Járnskortur er mun algengari meðal pelabarna en brjóst- mylkinga, en öruggar skýringar á þessu eru ekki fyrir hendi. Þó er eins og áður segir vitað, að jám absorberast mun betur frá brjóstamjólk en kúamjólk og grunur leikur á að meira jám sé í brjóstamjólk en hingað til hefur verið álitið auk þess sem rannsóknir þykja benda til að verulegt blóðtap eigi sér stað um meltingarveg barna sem nærast á kúamjólk, og því meira magn mjólkur, sem neytt er, því meira finnst af duldu blóði í hægðum. 2. Ofnæmi hefur áður verið minnst á og telja sumir á 1% allra barna, sem nærast á kúamjólk fyrsta Vi ár ævinnar, þjáist af mjólkurofnæmi og eiga betaactoglobulin og kasein þar drjúgan hlut að máli. Fyrirburar, sem eru nærðir á kúamjólk eða þurrmjólk, fá aminoacidemiu, þar sem kúamjólkin inniheldur talsvert meira tyrosin og phenylalanin en brjóstamjólkin og hið óþroskaða hvata- kerfi í meltingarvegi fyrirbura hefur ekki undan að kljúfa þessi efni. 3. Acrodermatitis enteropatica, er banvænn sjúkdómur sem fannst í bömum, sem nærð voru á þurrmjólk hér aður fyrr, áður en menn uppgötvuðu að zink var nauðsynlegt fyrir hvatakerfi líkamans. Á vissum svæðum í Bandaríkj- unum, þar sem jarðvegur er snauður af zinki, getur kúamjólkin innihaldið það lítið af þessum snefilmálmi, að börnin hætta að þrífast, þau missa bragðskynið og matar- lystina. 4. Neonatal hypocalcaemia getur stafað af of lágri kalk- og D-vítamín neyslu móðurinnar á meðgöngutíma auk hins physiologiska hypoparatyroidismus hjá nýfasdda barninu, en er sjaldgæf ef ekki kæmi til neysla þurrmjólkur, sem hefur mjög lágt kalk-fosfór-hlutfall. Hérlendis eru seldar þurrmjólkurtegundir með mjög óheppilegu slíku hlutfalli, tiltölulega háu fosfórinnihaldi, og á síðasta ári kom inn barn á bamadeild Landspítalans með hypocalcemiska tetani, sem álitið var standa í beinu sambandi við neyslu slíkrar þurrmjólkur. Það nasgir þó ekki að kalkinnihald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.