Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Blaðsíða 25
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 137 halda fítufrumumar áfram að skipta sér allt fram á kyn- þroskaaldurinn, en þetta skeður ekki hjá tilraunadýrum, sem eru notuð í sambandi við næringarfræðilegar athuganir. / öðru lagi: Ofnæmi. Öll önnur næring en brjóstamjólk, gefin snemma eftir fæðingu eykur á möguleikana til að mynda ofnæmi. Brjóstmylkingurinn er ekki fær neins konar ábót við sína næringu, fær eins lítið af antigenum (mótefna- vökum) og mögulegt er. Meltingarvegur ungbama hleypir í gegnum slímhúðina tiltölulega stórum, ómeltum molekúl- um. Með því að byrja snemma að gefa fasta fæðu hlýtur því hættan á sensitiseringu og þar af leiðandi ofnæmisvanda- málum seinna á ævinni að aukast stórlega. Böm sem fá ekki brjóstamjólk hafa minna IgA í meltingarveginum og gæti þetta líka leitt til auðveldari absorptionar (frásogs) á fæðu- antigeni. Sérstaklega þarf að hafa í huga börn þeirra foreldra, sem sjálfir hafa ofnæmissjúkdóma eða eiga eldri börn með ofnæmi. Reyna skal þá allt til þess, að móðirin geti haft bömin á brjósti og geti forðast kúamjólk og fasta fæðu fyrir barnið a.m.k. fyrstu 3—4 ævimánuðina. Að eínnig kúamjólk og þar af leiðandi líka þurrmjólk, skipti máli í þessu sambandi, má sjá af athugunum prof. Soothill í London, sem sýndi fram á að atopiskir sjúkdómar (eczem, asthma, urticaria) eru miklu algengari hjá börnum sem hafa nærst á kúamjólk fyrstu 3 mánuði ævinnar heldur en hjá þeim sem eingöngu fengu brjóstamjólk. Ýmsir fleiri annmarkar eru taldir á því að gefa barni snemma fasta fæðu. Flestir eru teoretiskir og illa sannaðir, þannig að ég ætla ekki að telja þá upp hér. Þar sem notkun þurrmjólkur hefur færst í vöxt hér á landi á síðustu árum og á vafalaust eftir að aukast verulega, er nauðsynlegt að veita þessari fæðutegund meiri athygli en gert hefur verið hingað til. I þessu frjálsa landi virðist hvaða kaupmaður sem er geta flutt inn hvaða þurrmjólk sem er og lítið eftirlit er haft með þessu. Áhugi yfirvalda er svipaður og áhugi kaupmannanna sjálfra, þ.e.a.s. gróðasjónarmið, og eru því lagðir verulegir tollar á þessa vöru. Fólkið sem kaupir vöruna og hefur ekki aðrar upplýsingar en það sem utan á dósinni stendur, oftast á erlendum tungumálum, gefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.