Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Blaðsíða 46
158
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Hjartabilun
Einkenni hjartabilunar hjá ungbörnum eru á ýmsan hátt
frábrugðin því, sem sést hjá eldri börnum og fullorðnum. í
sjúkrasögu kemur gjarnan fram, að bamið þreytist og
mæðist á máltíðum. Það sýgur með hvíldum og drekkur ekki
það magn, sem hæfilegt má teljast. Það þyngist þar af
leiðandi lítið og þrífst illa. Það svitnar óeðlilega mikið, bæði
í svefni og vöku. Grátur er oft kraftlítill og barnið óvært. Oft
er saga um langvarandi kvefeinkenni og hóstakjöltur og
hvínandi útöndun. Við skoðun sést gjarnan fölgrár húðlitur,
húðin er marmoreruð og útlimimir kaldir. Öndunartíðni er
aukin og það sést nasavængjablakt, innöndunarinndrættir
og lengd útöndun. Ástandið getur þannig líkst mjög asthma
eða bronchiolitis. Hraður hjartsláttur er enn eitt einkenni
hjartabilunar. Hjartastækkun finnst við skoðun og við
hlustun er I. hjartatónn oft veiklaður. Lifrarstækkun er enn
eitt einkenni hjartabilunar. Stundum sést bjúgur á útlimum
og kringum augu.
Óeðlileg hjartahlustun
Hjartahlustun nýfasddra bama er oft vandmetin. Á fyrstu
klukkustundum ævinnar getur ductus arteriosus haldist
opinn hjá fullfrískum ungbömum og gefið sig til kynna með
óhljóði, sem hverfur eftir nokkrar klst. Ennfremur getur
ductusinn haldist opinn hjá ungbörnum og þá fyrst og
fremst fyrirburum með ýmsa lungnasjúkdóma. Ductusinn
lokast síðan, þegar lungnasjúkdómurinn batnar. Hjarta-
hlustun er að sjálfsögðu stór þáttur í mati okkar á hjarta-
starfsemi ungbamsins. Heyrist Hjartaóhljóð, sem ekki
hverfur, ber að líta svo á að barnið hafi hjartasjúkdóm og
brýnt, að rannsaka það nánar. Rétt er þó að leggja ríka
áherslu á það, að ungbörn með meiriháttar hjartagalla geta
haft alveg eðlilega hjartahlustun.
Hér hefur fyrst og fremst verið fjölyrt um greiningu
hjartagalla hjá ungbörnum. Það má fullyrða, að framfarir í
sjúkdómsgreiningu og lyfja- og handlæknismeðferð ung-
bama með meðfædda hjartagalla hafa bætt horfur þeirra
verulega á undanförnum árum.