Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Blaðsíða 16
128
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
aukning á meðgönguskeiði er 10 til 13 kg og ræðst m.a. af
stærð konunnar. Eðlilegt er að þyngdaraukningin verði
aðallega á öðru og þriðja meðgönguskeiði (12.—40. viku) og
dreifíst nokkuð jafnt (um 300 grömm á viku). Á öðru
meðgönguskeiðinu (12.— 28. viku) verður þyngdaraukningin
aðallega vegna uppbyggingar vefja móðurinnar sjálfrar en á
síðasta meðgönguskeiðinu (28.—40. viku) vegna þyngdar-
aukningar fóstursins.
Til þess að mæta þessari þyngdaraukningu er hóflegt talið
að ófrísk kona bæti u.þ.b. 150 hitaeiningum við venjulega
daglega neyslu á fyrsta meðgönguskeiði og 350 hitaeiningum
á öðru og þriðja skeiði.
Eggjahvítuefni (protein) sem fást aðallega úr dýraríkinu
eru mjög nauðsynleg til myndunarvefja móður og fósturs. Er
talið ráðlegt að vanfærar konur neyti a.m.k. 75 g af
eggjahvítuefnum daglega. Auk þessa er nauðsynlegt að
vanfærar konur fái nægilegt magn af vítamínum og steinefn-
um. Því er rétt að vanfærar konur taki aukalega járn og
vítamín á meðgöngutímanum.
I þessu sambandi má minna á að neysla óhollra efna hefur
áhrif á vöxt og þroska fóstursins í móðurkviði. Reykingar,
einkum á síðari hluta meðgöngu, draga m.a. úr blóðflæði til
fylgjunnar, og þar með næringu fóstursins, og stuðla þannig
að óeðlilega lágum fæðingarþunga barnsins og hætta á
nýburadauða eykst. Jafnvel er talið að þetta geti dregið úr
andlegum og líkamlegum þroska slíkra bama fram eftir
árum.
Ofneysla áfengis á meðgöngutíma getur valdið vanskapn-
aði hjá fóstri og mjög aukinni hættu á ungbarnadauða. Slík
neysla dregur verulega úr líkamlegum og andlegum þroska
fóstursins. Þannig hefur verið sýnt fram á 30—50% áhættu á
sköddun fósturs hjá mæðrum sem neyta áfengis í óhófi á
meðgönguskeiði. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að jafnvel
hófleg áfengisneysla á meðgöngutíma geti verið skaðleg
fóstrinu.
Fæðan er samsett úr þremur aðalnæringarefnum: Eggja-
hvítu, kolvetnum og fitu. Auk þess inniheldur hún vítamín,
steinefni og snefilefni sem líkaminn getur e.kki verið án.