Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Blaðsíða 3

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Blaðsíða 3
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 115 Séra Gunnar Björnsson í Bolungarvík: Jólahugleiðing I 21sta kapítula guðspjallsins, sem kennt er við Matteus, segir frá því hvernig fólksmergðin fagnaði Jesú frá Nasaret, þegar hann kom inn í borgina helgu rétt fyrir síðustu páskana, sem hann lifði hér á jörð. Margir breiddu yfirhafn- ir sínar á veginn, en aðrir hjuggu lim af greinum trjánna og stráðu á veginn, sem Jesús fór. Þannig voru gyðingar vanir að taka á móti höfðingjum og sigursælum foringjum. Og mannfjöldinn, sem á undan fór og eftir fylgdi, hrópaði og sagði: „Blessaður sé sá, sem kemur, í nafni Drottins! Hósanna (ó, Herra minn, bjarga þú strax!) í hæstum hæðum.” Hvernig skyldi hafa staðið á því, að Jesús valdi sér asna sem reiðskjóta? Hefði ekki verið sýnu virðulegra að sitja glæsilegan fák með hringaðan makka og stolt í limaburði? Nei, sá sem hannar frið í heimi, hönnuður friðar í hug og hjarta hvers manns, kemur ekki ríðandi á ólmum gæðingi. Hann velur sér áburðardýrið, friðsamt og lítillátt. Og enn í dag tekur kristinn söfnuður undir með fólksskar- anum: „Blessaður sé sá, sem kom, í nafni Drottins!”. Hversu undursamlegt er það, að Jesús skyldi fæðast í þennan heim. „Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, var að koma í heiminn” (Jóh. 1). Öldum saman hafði lýður Guðs beðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.