Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Side 3

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Side 3
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 115 Séra Gunnar Björnsson í Bolungarvík: Jólahugleiðing I 21sta kapítula guðspjallsins, sem kennt er við Matteus, segir frá því hvernig fólksmergðin fagnaði Jesú frá Nasaret, þegar hann kom inn í borgina helgu rétt fyrir síðustu páskana, sem hann lifði hér á jörð. Margir breiddu yfirhafn- ir sínar á veginn, en aðrir hjuggu lim af greinum trjánna og stráðu á veginn, sem Jesús fór. Þannig voru gyðingar vanir að taka á móti höfðingjum og sigursælum foringjum. Og mannfjöldinn, sem á undan fór og eftir fylgdi, hrópaði og sagði: „Blessaður sé sá, sem kemur, í nafni Drottins! Hósanna (ó, Herra minn, bjarga þú strax!) í hæstum hæðum.” Hvernig skyldi hafa staðið á því, að Jesús valdi sér asna sem reiðskjóta? Hefði ekki verið sýnu virðulegra að sitja glæsilegan fák með hringaðan makka og stolt í limaburði? Nei, sá sem hannar frið í heimi, hönnuður friðar í hug og hjarta hvers manns, kemur ekki ríðandi á ólmum gæðingi. Hann velur sér áburðardýrið, friðsamt og lítillátt. Og enn í dag tekur kristinn söfnuður undir með fólksskar- anum: „Blessaður sé sá, sem kom, í nafni Drottins!”. Hversu undursamlegt er það, að Jesús skyldi fæðast í þennan heim. „Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, var að koma í heiminn” (Jóh. 1). Öldum saman hafði lýður Guðs beðið

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.