Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Blaðsíða 24

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Blaðsíða 24
136 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ íslendingar hafa lifað tímana tvenna og ekki er langt síðan þeir bjuggu við hungur og vesöld. Næring ungbarna á þeim tímum hefur vafalaust ekki verið upp á marga fiska hjá þeim sem ekki fengu móðurmjólk. Það er varla einn mannsaldur síðan kúamjólk varð þjóðardrykkur hér, bæði til sjávar og sveita og hafa eldri samtímamenn okkar flestir verið nærðir á mjöli eða brauði uppbleyttu í vatni og gefið að sjúga í gegnum tuskuhom eða svokallaða dúsu. Stefndu þá allir að því að reyna að metta börnin og róa þau, en auðvitað hafði enginn ráð á að hugsa um næringargildið. Þessi hugsunarháttur hefur haldist furðu lengi hér þrátt fyrir almenna velmegun og sæmilegt menntunarástand þjóðar- innar. Eftir að kúamjólkin flaut á allra borðum, hættu menn að hafa af þessu nokkrar áhyggjur. Settar voru upp einfaldar notkunarreglur: Barn á fyrsta mánuði fær mjólk sem blönd- uð er 1 á móti 1 með vatni. Á öðrum mánuði 2 á móti 2 og svo framvegis, þannig að 5—6 mánaða gamalt barn fær óblandaða mjólk. Þetta þekkjum við öll. Þessar reglur gilda enn i dag hér á íslandi, reglur sem farið var að leggja á hilluna í nágrannalöndum okkar fyrir 20—30 árum og eru nú ekki lengur við lýði norðan Alpafjalla. Ef við höldum áfram að gera sanjanburð við nágranna- þjóðir okkar, er rétt að taka fram, að við erum mun fyrri til en þær, bæði vestanhafs og austan, að byrja að gefa ungbörnum fasta fæðu og grauta. Stafar þetta vafalaust að verulegu leyti af því, hve mjólkurblandið á fyrstu mánuðun- um hefur lélegt næringargildi og fáar hitaeiningar. Börnun- um er því gefið of mikið magn af þessu, þau belgjast upp, verða óvær og hætta að þrífast. Reynt er að metta þau betur með því að byrja á mjöli og grautargjöfum strax á 4—6 vikna aldri og jafnvel fyrr. Hefur þetta vafalaust bjargað mörgum frá vannæringu á þessum fyrstu ævivikum, en á hinn bóginn er ýmislegt sem bendir til þess, að ekki er heppilegt að byrja of snemma með fasta fæðu. Ifyrsta lagi: Offita seinna á ævinni getur átt rætur sínar að rekja til ofeldis á fyrsta æviári. Athugið samt sem áður, að ofeldi á öllum uppvaxtartímanum getur haft sömu afleiðing- ar. Það hefur nýlega verið sýnt fram á að hjá manninum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.