Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Blaðsíða 48
160
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Ef barn með hjartaóhljóð hefur að auki óeðlilegt hjarta-
línurit, eða óeðlilega hjartalungnamynd, eru líkur á, að
barnið hafi meðfæddan hjartaaglla, sem þarfnast frekari
athugunar.
Aðrar óblóðugar rannsóknaraðferðir, svo sem hjartahljóð-
rit, vectorcardiogram, eóhocardiogram og áreynslupróf, geta
varpað frekara ljósi á vandamálið.
TAFLAI
Skipting hjartaóhljóða eftir styrkleika (Levine)
1. gráða lágvært hljóð, sem heyrist ekki fyrren hlustað hefur verið nokkra stund.
2. gráða lágvært hljóð sem heyrist strax og byrjað er að hlusta.
3. gráða f meðallagi kröftugt hljóð.
4. gráða hávært hljóð, sem veldur titringi á bijóstgrind, sem finnst við þreifingu
(fremitus).
5. gráða hávært hljóð, sem þó heyrist þvf aðeins að hlustunarpfpa nemi við
brjóstkassann.
6. gráða mjög kröftugt hljóð, sem heyrist þótt hlustunarpípu sé lyft frá bijóstkassa.