Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Síða 29
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
141
utan þetta má í þessu sambandi nefna fleiri hættur samfara
kúamjólkur- og þurrmjólkurgjöf:
1. Járnskortur er mun algengari meðal pelabarna en brjóst-
mylkinga, en öruggar skýringar á þessu eru ekki fyrir
hendi. Þó er eins og áður segir vitað, að jám absorberast
mun betur frá brjóstamjólk en kúamjólk og grunur leikur
á að meira jám sé í brjóstamjólk en hingað til hefur verið
álitið auk þess sem rannsóknir þykja benda til að verulegt
blóðtap eigi sér stað um meltingarveg barna sem nærast á
kúamjólk, og því meira magn mjólkur, sem neytt er, því
meira finnst af duldu blóði í hægðum.
2. Ofnæmi hefur áður verið minnst á og telja sumir á 1%
allra barna, sem nærast á kúamjólk fyrsta Vi ár ævinnar,
þjáist af mjólkurofnæmi og eiga betaactoglobulin og
kasein þar drjúgan hlut að máli. Fyrirburar, sem eru
nærðir á kúamjólk eða þurrmjólk, fá aminoacidemiu, þar
sem kúamjólkin inniheldur talsvert meira tyrosin og
phenylalanin en brjóstamjólkin og hið óþroskaða hvata-
kerfi í meltingarvegi fyrirbura hefur ekki undan að kljúfa
þessi efni.
3. Acrodermatitis enteropatica, er banvænn sjúkdómur sem
fannst í bömum, sem nærð voru á þurrmjólk hér aður
fyrr, áður en menn uppgötvuðu að zink var nauðsynlegt
fyrir hvatakerfi líkamans. Á vissum svæðum í Bandaríkj-
unum, þar sem jarðvegur er snauður af zinki, getur
kúamjólkin innihaldið það lítið af þessum snefilmálmi, að
börnin hætta að þrífast, þau missa bragðskynið og matar-
lystina.
4. Neonatal hypocalcaemia getur stafað af of lágri kalk- og
D-vítamín neyslu móðurinnar á meðgöngutíma auk hins
physiologiska hypoparatyroidismus hjá nýfasdda barninu,
en er sjaldgæf ef ekki kæmi til neysla þurrmjólkur, sem
hefur mjög lágt kalk-fosfór-hlutfall. Hérlendis eru seldar
þurrmjólkurtegundir með mjög óheppilegu slíku hlutfalli,
tiltölulega háu fosfórinnihaldi, og á síðasta ári kom inn
barn á bamadeild Landspítalans með hypocalcemiska
tetani, sem álitið var standa í beinu sambandi við neyslu
slíkrar þurrmjólkur. Það nasgir þó ekki að kalkinnihald