Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Page 6

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Page 6
6 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Pillan er algengasta getnaðarvörnin í dag. Áhrif hennar eru þrenns konar. A : Hindrar egglos með því að minnka framleiðslu FSH og LH í heiladingli. B : Breytir legslímhimnunni. C : Slimtappinn í leghálsinum þykknar og verður ógegndræpur. Til eru mismunandi gerðir af pillunni og ætti konan að velja tegund i samráði við kvensjúkdómalækni, sem metur hvort konan geti notað pilluna án þess að það komi niður á heilsu hennar. Pillan er öruggasta getnaðarvörnin fyrir utan ófrjósemiaðgerð. Þó er það dálítið misjafnt eftir tegundum. Stór galli við notkun pillunnar er, að daglega þarf að taka hana inn og ef hún gleymist einu sinni getur hún brugðist, og því vissara að nota aðrar varnir með, t.d. smokk. Algengustu pillurnar eru samsettar, þ.e. innihalda tvenns konar hormón, östrógen og gestagen. Ýmsar aukaverkanir geta fylgt pillunni og má flokka þær í vægar og alvarlegar aukaverkanir. Vægari aukaverkanir eiga ýmist rót sína að rekja til östrógen eða gestagenáhrifa og eru m.a. húðþurrkur, kyndeyfð, þunglyndi, ógleði, höfuðverkur og aukin útferð. Þá geta einnig komið fram blæðingatruflanir, brjóstaspenna og mígreni. Alvarlegri aukaverkanir eru hætta á blóðtappa, kransæðastíflu og amenorrhea eftir notkun pillunnar. Þetta sýnir að þær konur sem hyggja á notkun pillunnar ættu að kynna sér í samráði við lækni alla þætti hennar, kosti og galla, og reyna aðrar getnaðarvarnir ef konan hefur tilhneigingu til áðurnefndra kvilla, s.s. hjartasjúkdóma, hás blóðþrýstings, syk- ursýki og fleira. Félagsleg ráögjöf til veróandi foreldra Félagsleg ráðgjöf til verðandi foreldra er eitt mikilvægasta hlut- verk þeirra sem vinna að þessum þáttum. Niðurstöður skoðanakannana í Svíþjóð hafa sýnt að

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.