Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 9
LJOSMÆÐRABLAÐIÐ 9 hræðsla og ótti við það óþekkta. Konur eru mjög auðtrúa á þessu tímabili t.d. fyrir öllum hrakfallasögum um slæmar meðgöngur og fæðingar. Gott er að tala um það við konuna að flestar fæðingar ganga vel og engin ein er eins. Fæðingin Fæðingin er hápunkturinn, viðbrögð konunnar í fæðingu á sér djúpar rætur sem oft endurspeglar ástand sálarinnar. Hvernig konan upplifir sársaukann er undir henni sjálfri komið, hvort hún er jákvæð eða neikvæð. Ómetanlegt er, ef gott samband næst á milli konunnar og starfsfólks og aldrei ætti að skilja konu eftir eina í fæðingu. Tilgangur mæðraskoóunar, leikfimi og slökunar Tilgangur mæðraskoðunar er: ífyrsta lagi, að fyrirbyggja, greina eða meðhöndla óeðlilegt ástand í meðgöngunni. í öðru lagi, að finna út og fylgjast með konum í vissum áhættuhópum í meðgöngu og í fæðingu. /þriðja lagi, að ráðleggja ófrískum konum um mataræði og lífsvenjur á meðgöngunni, og fræða þær um rétt þeirra í sambandi við félagslega hjálp. Þegar konan kemur í fyrstu skoðun er útbúin fyrir hana mæðraskrá og skal hún útfyllt eins ýtarlega og unnt er. Það sem helst ber að leggja áherslu á er: 1. Fyrri meðgöngur, gang fyrri fæðinga, fósturlát og langvar- andi ófrjósemi. 2. Sjúkdóma, sem sérstaka þýðingu hafa á meðgöngunni t.d. sykursýki, háþrýsting, hjarta-, lungna- eða nýrnasjúkdóma. 3. Fyrsta dag síðustu tíða eða s.t. og hvort þær hafi verið reglu- legar eða óreglulegar. Mikilvægt er að ráðleggja konunni að skrifa hjá sér þegar hún finnur l'yrstu hrevfingar fóstursins. Þegar konan kemur i fyrstu skoðun á Ciöngudeild er fram- kvæmd almenn skoðun s.s. lungna- og hjartahlustun. Konan fær

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.