Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Page 28

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Page 28
28 LJOSMÆÐRABLAÐIÐ Treponema pallidum Dysmaturitas I.D.M. Instrumentation Male Fyrirhyggja Nýburar eru ásamt ungbörnum sérstæður sjúklingahópur vegna skorts þeirra á tjáningu, t.d. geta þeir ekki kvartað um verki hér eða þar. Ennfremur eru klinisk sjúkdómseinkenni ný- bura oft mjög óljós, eins og vikið verður að síðar. Þegar þar við bætist sú staðreynd, að bakteríusýkingar dreifast mjög hratt um líkama nýbura og verða að lífshættulegum sjúkdómum á stuttum tíma, er augljós nauðsyn þess að sjá fyrir möguleika á bakteríu- sýkingu svo sem framast er auðið. Á töflu 2 eru talin upp helztu hættumerkin. Þýðingarmesta sýkingarleiðin frá móður til fósturs er tvímæla- laust blóðleiðin í gegnum placenta. Líklegt er, að í hvert skipti sem þunguð kona fær bakteremiu sem einhverju nemur, fái fóstrið einnig bakteremiu. Sýnt hefur verið fram á, að lympho- cytar nýbura fæddra af mæðrum, sem höfðu haft þvagfæra- sýkingu á meðgöngutimanum, hafa aukin viðbrögð gegn E-coli antigeni. Þetta hefur verið túlkað sem sönnum þess, að immun kerfi nýburans hafi áður orðið fyrir áreiti þessara antigena.7 Aðr- ar mögulegar smitleiðir eru frá kviðarholi í gegnum eggjaleiðara og upp í gegnum fæðingarveginn frá yfirborðinu. Þessar leiðir eru hins vegar ekki liklegar á meðan belgir eru heilir. Ef belgir springa á hinn bóginn og legvatn vætlar frá konunni, kemur venjulega að því, fyrr eða síðar, að legvatn sýkist, venjulegast af coli bakteríum frá yfirborðinu. Um það er deilt hversu langan tíma það tekur leg- vatnið að hljóta hættulega smitun, en flestir reikna með amni- onitis, ef legvatn hefur sannanlega runnið frá konunni í meira en 24 klst. Fyrirburðum og yfirburðum er hættara við bakteríusýkingu vegna lélegri varna þeirra. Ber þar einkum að nefna húðina sem hjá fyrirburðinum er þunn og viðkvæm, en húð yfirburðarins er hrukkótt og sprungin.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.