Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Page 44

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Page 44
44 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Lögin kveða skýrt á um að á heilsugæslustöðvum skuli ráða ljósmæður, og að sjálfsögðu er þá ætlast til þess að þær annist þar þau störf sem eru þeirra sérsvið irman heilbrigðisþjónustunnar. Ljósmæðrafélag íslands lítur það alvarlegum augum ef gegn þessu er brotið. Mæðravernd er fyrst og fremst maéðranna vegna og þær eiga rétt á því að hún sé í höndum þeirra sem til þess hafa hlotið menntun. Ljósmæðrafélag íslands fer þess vinsamlegast á leit við háttvirt heilbrigðismálaráðuneyti og landlækni að þessum málum verði sem fyrst komið i rétt horf. Virðingarfyllst, Steinunn Finnbogadóttir, formaður. Til félags íslenskra kvensjúkdómalækna Herra prófessor, Sigurður S. Magnússon formaður Landspítalanum — Reykjavík. Fyrir hönd stjórnar Ljósmæðrafélags íslands, leyfi ég mér að leita til Félags islenskra kvensjúkdómalækna og óska eftir áliti þess á þeirri skipan mála, að mæðra- skoðun fari fram í heilsuverndarstöðvum landsins án þess að þar séu ljósmæður að störfum. Ljósmæðrastéttin á að mati félagsins að sjá um þennan þátt heilsuverndar, enda hafa ljósmæður einar, auk lækna, hlotið menntun sem gefur réttindi til að hafa á hendi mæðraskoðun. Ljósmæðrafélag íslands vill ennfremur benda á rétt mæðranna í þessum málum. Ljósmæðrafélag íslands væntir álits yðar sem fyrst. Virðingarfyllst, Steinunn Finnbogadóttir, formaður.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.