Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Síða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Síða 17
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 13 PRE-ECLAMPSIA Ritgerð þessi er unnin í Ljósmæðraskóla íslands veturinn 1984, af Kristínu Rut Haraldsdóttur og Margréti Sæmundsdóttur Ijósmæðrum/hjúkrunarfræðingum Inngangur í þessari ritgerð munum við fjalla um Pre-eclampsi, sjúkdóm sem hefur merkt sér spor gegnum tíðina og enn þann dag í dag er verið að berjast við sömu spurningar og forverar okkar á öldum áður. Athygli manna beindist fyrst að krömpum sem voru svæsnustu einkennin. Þeir voru settir í flokk með flogaveiki og talið merki um að djöflar og/eða illir andar hefðu tekið sér bóltestu í konunni. Það var ekki fyrr en á seinni hluta nítjándu aldar að mönnum varð ljóst að flogaveiki og eclampsi voru ekki af sama toga spunn- ið. Ýmsar tilgátur voru á lofti t. d. árið 1668 lýsir Frakkinn Maurician eclampsi á þann veg að krampar kæmu vegna þess að rotnandi gufur stigju upp í heila konunnar frá dánu fóstri eða að of mikið af of heitu blóði væri í leginu. Árið 1700 kom Svíi með þá tilgátu að orsök eclampsi væru mjög slæmir hríðarverkir sem stigju upp til höfuðs konunnar. Það er svo árið 1820 að Irönsk ljósmóðir, Marie Louise, setur á prent einkenni pre-eclampsi. Hún hafði þá gert sér grein fyrir því samhengi sem þarna var á bak við. James Simpson, skoskur fæðingalæknir, ritaði um þetta upp úr 1800 og var þá almennt farið að gera sér grein fyrir því að bjúg- ur, eggjahvíta í þvagi og krampar væru tengt hvert öðru. Ýmsar nafngiftir hefur þessi sjúkdómur fengið t. d. toxemia, þvi talið var að eitthvað eiturefni væri valdur að þessu og þaðan eru komin hin íslensku nöfn þ. e. meðgöngueitrun, tæðingareitr- un. En ekkert „eiturefni” hefur fundist enn. Lykillinn að leyndar- máli þessa sjúkdóms er ófundinn og ekki sést fyrir endann á því enn sem komið er. Hitt er annað að ýmsar hugmyndir eru á lofti og munum við reyna að gera nokkrum þeirra skil í eftirfarandi skrifum okkar.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.