Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Qupperneq 18

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Qupperneq 18
14 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Einkenni Til að teljast hafa pre-eclampsi þarf konan að hafa tvennt af eftirfarandi einkennum til staðar. 1. Hækkaður blóðþrýstingur: Talað er um að hækkaðan blóðþrýsting þegar systoliskur þrýstingur eykst a. m. k. um 30 mmHg og diastoliskur þrýstingur um a. m. k. 15 mmHg eða þegar hann er komin í 90 mmHg. Þetta jafngildir blóðþrýsting uppá 140—150/90 mmHg. Þegar blóð- þrýstingur er kominn i 140/90 mrnHg er talað um vægan háþrýst- ing en þegar diastoliskur þrýstingur er komin í 100 mmHg er talað um alvarlegan. (1,2) 2. Bjúgur: Algengast er að bjúgur sé fyrsta einkennið sem kemur fram um byrjandi pre-eclampsi. (1) Bjúgur er almenn vökvasöfnun í vefjum, aðallega í andliti og á fótum. Vökvinn getur verið millifrumu- eða innanfrumu en ekki er hann talinn alvarlegur fyrr en þyngdaraukningin samfara hon- um er orðin ca 10%. (2) Bjúgur einn og sér er algengt fyrirbæri á meðgöngu ca 40% kvenna fá bara bjúg. Til þess að bjúgur sé marktækur verður hann að vera það mikill að hann hverfi ekki af ökklum eða fót- leggjum yfir nótt. Að hann sé á höndum eða andliti auk fótleggja og gefi óeðlilega þyngdaraukningu, sbr. er fyrr greinir. Minni bjúgur en þetta telst vart marktækur sem þáttur í greiningu pre- eclampsi. (3) 3. Eggjahvíta í þvagi (próteinuria): Er oftast seinkomið einkenni. Þetta kemur yfirleitt ekki fyrr en eftir 32 vikna meðgöngu. Pre-eclampsi er algengast orsökin fyrir eggjahvítu í þvagi á nteðgöngu en þegar hún finnst verður að byrja á að útiloka þvagfæra og medisinskasjúkdóma sem einnig geta orsakað próteinuriu. (3) Sé sjúkdómurinn kominn á hátt stig geta komið eftirfarandi einkenni:

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.