Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 25
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
21
að eftir fósturhljóðum. Þó er þetta síðasta ekki gert sé konan
komin mjög stutt.
Þar sem fyrstu einkennin koma oftast ekki fyrr en eftir 24 viku
má með fyrrtöldum athugunum greina sjúkdóma sem geta haft
svipuð einkenni og pre-eclampsi t. d. kroniskur háþrýstingur og
kroniskir nýrnasjúkdómar. Erfitt gæti reynst, ef konan kemur í
fyrstu skoðun á III. trimestri, að greina þarna á milli.
Það hefur sýnt sig að sumar konur eru útsettari fyrir að fá pre-
eclampsi en aðrar og þarf því að fylgjast mjög vel með þessum
konum.
Undir þennan hóp falla:
Frumbyrjur, sem eru langalgengastar
Tvíbura — fleirburameðgöngur
Konur sem hafa of mikið legvatn
Konur með blöðurfóstur (Mola Hydatiosa)
Vanskapað fóstur
Konur með sykursýki
Konur með kroniskan háþrýsting og nýrnasjúkdóma.
Pre-eclampsi er hægt að skipta niður í alvarlega og milda.
Talað er um milda pre-eclampsi þegar blóðþrýstingurinn mælist
140/90—160/100. Ef hann lækkar ekki við hvíld í 'A klst. eða ef
konan hefur þyngst óeðlilega mikið eða hefur dreifðan bjúg er
hún oft látin hvíla sig heima í nokkra daga. Einkennin ganga þá
oft til baka en ef ekki er hún lögð inn. Við alvarlega pre-eclampsi
er blóðþrýstingurinn meira en 160/100, eggjahvíta í þvagi eða
mjög mikil þyngdaraukning, er þá konan strax lögð inn á sjúkra-
hús.
Rannsóknir
Eftirfarandi rannsóknir eru gerðar á konum með pre-eclampsi.
Með þeim er hægt að gera sér mynd af sjúkdómsástandi konunn-
ar.
Blóðþrýstingur: er mældur hjá konum liggjandi og diastoliskur
þrýstingur er mældur þegar tónninn dofnar. Alltaf skal blóð-
þrýstingur mældur á sama handlegg. Blóðþrýsting skal mæla x2
á dag og oftar ef þörf krefur.