Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Page 26

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Page 26
22 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Ummál kviðar: skal mæla og skrá reglulega. Fósturhljóð: skulu hlustuð a. m. k. x2 á dag, konan sett í monitor og fengið rit í ca /2 klst. Bjúgur og þyngd: vigta konuna daglega, meta bjúg og skrá niður- stöður. Blóðrannsóknir: — Blóðstatus — til að meta almennan blóðhag konunnar. Hct getur sagt okkur til um hve hypovolemian er mikil í pre- eclampsi. — Serum electrolytar — kanna og fylgjast með electrolyta-jafn- vægi m. t. t. hypovolemiu og vegna hættu á nýrnabilun. — Serum kreatinin — kanna nýrnastarfsemi. Aukning verður vegna skertrar starfsemi nýrna. — Serum þvagsýra — til að meta nýrnastarfsemi. Hún hækkar eftir 24 vikna meðgöngu hjá pre-eclampsi vegna minnkaðrar glomerular filtration. Það gerist hins vegar ekki í háþrýstingi af óþekktum uppruna. — Trombocytar — fylgst er með fjölda þeirra vegna þess að í alvarlegri pre-eclampsi eyðast þeir upp ásamt figrinogeni. Sjá kafla um blóðstorkutruflanir. — FDP = Fibrinogen degrations product — er niðurbrot af fibrinogeni. Séu þessar rannsóknir afbrigðilegar skal mæla PTTK, Quick, fibrinogen, total prótein til frekari greiningar á hve blóðstorkutruflanir eru alvarlegar. Rannsóknirnar skulu endurteknar eftir þörfum. — Serum östriol — gefur upplýsingar um starfsemi fylgjunnar, skal mæla x 2 í viku. — Þvagrannsóknir — útskilnaður skal mældur, athuga eðlis- þyngd og athuga eggjahvítu. Ef mikil eggjahvíta greinist skal þvagi safnað í sólarhring og fæst þá nákvæm mæling á magni eggjahvítu i þvagi. Einnig skal þvag sent í smásjárskoðun og ræktun. Vikulega skal senda þvag í rannsókn m. t. t. útskiln- aðar á cylindrum. — Sonar — Konan skal send í sónar til að meta vöxt fósturs og starfsemi fylgju. Einnig gæti sónarskoðun hjálpað til við að ákvarða meðgöngulengd sé þess þörf en þó er það ónákvæmt

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.