Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Side 31

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Side 31
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 27 Augu: Sjónskerðing getur komið fram og gæti endað með blindu. Orsökin er blæðing í augnbotnum. Þetta er acut ástand og mjög mikilvægt að gripið sé í taumana áður en svo langt er komið. Drep í lifur: Verði drep í lifur vegna samdrátta í arteriolum, minnkar blóðflæði og það verður súrefnisskortur. Nýru: Skemmdirnar verða aðallega i glomerulus. Sjá þátt um nýrnabreytingar í kaflanum um orsakir. Áverkar: Fari pre-eclampsi yfir í eclampsi getur konan fengið áverka í munnholi og á útlimum, eins er hætta á að hún aspireri sem getur valdið alvarlegri aspiration pnheumoni. Minnkað blóðflceði til legs: í kaflanum um orsakir var talað um að minnkað blóðflæði til legs og fylgju valdi því að fóstrið fái minni næringu en ella. Fylgjan kalkar mun fyrr en í eðlilegri með- göngu, sem leiðir af sér minnkaða starfsemi. Þessi intrauterin næringarskortur getur verið alger og valdið fósturdauða, eða að hluta og við fáum barn sem er of lítið miðað við meðgöngulengd. Fyrirburðarfæðingar eru algengari hjá pre-eclampsi og getur það verið vegna þess að legið virðist vera næmara fyrir ertingu. Auk þessa þarf oft að fjarlægja burðinn vegna versnandi ástand móður og hækkar það tíðni fyrirbura hjá þessum konum. (11, 13, 10, 12) Eclampsi Hugtakið eclampsi kemur úr grísku og þar er það skilgreint sem þruma úr heiðskýru lofti. Vegna þess hve einkennin geta verið lúmsk gat fólk ekki fundið nein einkenni sem voru undanfari eclampsi og þess vegna hafa krampaköstin verið sem þruma úr heiðskýru lofti. Það er hinsvegar vitað í dag að eclampsi er afleiðing af slæmri og ómeðhöndlaðri pre-eclampsi. Af þvi má sjá að nákvæmt eftir- lit og meðferð getur dregið mikið úr eða jafnvel komið í veg fyrir eclampsi. Eclampsi lýsir sér með krömpum og meðvitundarleysi sem kem- ur í framhaldi af pre-eclampsi sjúkdómi.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.