Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Side 34

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Side 34
30 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ — draga úr almennum æðasamdrætti, sbr. kafla um líf- eðlisfræðilegar breytingar í eclampsi. — bæta blóðflæði til heila, sbr. er ofar getur. — minnka skynjunarhæfni heilans fyrir áhrifum líkam- ans og umhverfinu. — lækka blóðþrýsting. — hjálpa til við að halda uppi vökva og elektrólytajafn- vægi. Þegar reynt hefur verið að fullnægja ofantöldum atriðum er fóstrið fjarlægt úr leginu. Mortalitet er hátt bæði hjá móður og barni. (13, 11, 12, 4, 10.). Hjúkrun pre-eclampsi Hjúkrun þessara kvenna fer, eins og meðferðin, eftir hve alvar- legt sjúkdómsástandið er. Sé hægt að meðhöndla konuna ambulant er mikilvægt að hún komi oft í skoðun og að hún fái góðan andlegan stuðning, bæði frá ljósmæðrum og læknum. Æskilegt er að hún fái þann tíma sem hún þarf til spurninga og ráðlegginga. Konunni finnst hún ekki vera veik og henni finnst kannski óþarfi að hætta að vinna og hvíla sig heima. Aðstæður heima fyrir þarf að kanna því ekki er jafnauðvelt fyrir allar konur að hætta að vinna úti jafnt sem heima. Gangi þetta ekki heima þarf konan að leggjast inn til hvíldar. Fyrsta upplifun konunnar af deildinni er henni oft minnisstæð og því þarf að vanda til við móttökurnar. Konan getur jafnvel þurft að vera lengi inniliggjandi og því er mjög mikilvægt að hún sé sátt við sjúkrahúsvistina. Nauðsynlegt er að fá konuna til að tjá sig um sín vandamál, jafnt félagsleg sem andleg. í þessu tilliti er mjög gott að einhver einn aðili setji sig í samband við konuna til að byggja upp gott samband. Legan reynist þeim oft erfið þar sem þeim finnast þær ekki vera veikar. Þegar til stofuvals kemur þá þurfa þær að vera á fámennri stofu eða jafnvel einbýli séu þær slæmar. Forðast skal eins og mögulegt er ytra áreiti. Nauðsynlegt er að gera konunni grein fyrir ástandi sínu, skýra henni tilgang meðferðarinnar og segja henni frá mögulegum fylgikvillum pre-eclampsi en þó án þess að hræða

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.