Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Page 36
32
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Konurnar eru oft mjög hræddar um börnin sín og hætt er við
að þær liggi í rúmi sínu og velti sér uppúr og magni með sér
hræðslu án þess að starfsfólk geri sér grein fyrir því. Til þess hafa
þær nægan tíma. Því getur þurft að endurtaka útskýringar og
upplýsingar við konuna ásamt því að veita þeim andlegan
stuðning. Þetta er mjög brýnt að starfsfólk hafi í huga, því eins og
sagt er „Pervention is priority”.
Hjúkrun mjög slæmrar pre-eclampsi (eclampsi)
Nauðsynlegt er að hafa mjög slæma pre-eclampsi í gjörgæslu.
Hún verður að vera á einbýli, hafa stofuna rökkvaða og konan
verður að vera á algerri rúmlegu. Forðast verður ytri áreiti s. s.
óþarfa umgang og heimsóknir. Sjúklingurinn má ekkert reyna á
sig, ekki vinna handavinnu né lesa og einnig þarf hún alla aðstoð
við persónulegt hreinlæti. Fylgjast þarf nákvæmlega með
parenteralt vökva. Setja upp þvaglegg til að fylgjast með þvag-
útskilnaði, mæla timadíuresu. Hafa tiltækt sog og súrefni á stof-
unni. Tunguspaði verður að vera til taks. Lyfjagjafir skv. ord. en
hafa jafnframt við hendina inj. Librium og inj. Nepresol, fari
konan í krampa. Þá þarf að gefa þessi lyf í bólus.
Æskilegt væri að hafa konuna í monitor en ef ástand hennar
leyfir það ekki er nauðsynlegt að hlusta oft eftir hjartslætti
fósturs. Mæla þarf blóðþrýsting oft og reglulega því breytingar
geta verið snöggar.
Það starfsfólk sem hjúkrar konunni þarf að vita til hlýtar alla
þá meðferð sem konan þarf að fá. Það þarf að skilja tilgang með-
ferðarinnar og þekkja lyfin. Mikilvægt er að konan fái rétt lyf á
réttum tíma.
Andlegu jafnvægi verður að reyna að halda hjá konunni, hún
má ekki finna inná óöryggi hjá starfsfólki.
Áður en konan fær krampa verður hún oft pirruð og óróleg og
fær jafnvel aura. Þegar konan fer í krampa skal strax hringja eftir
hjálp og gefa inj. Lbrium. Síðan skal reynt að setja konuna i líf-
legu til að koma í veg fyrir aspiration og vena cava syndrome.
Setja tunguspaða upp í konuna til að hindra að hún bíti í tunguna
á sér. Halda öndunarvegum opnum, soga slím úr vitum og
uppgang ef með þarf, gefa konunni súrefni. Fylgjast með hvernig
kastið er og hve lengi það varir. Passa að konan skaði sig ekki.