Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 7

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 7
Búnaðarmálablað. Útgefendur: Jón H. Povbergsson, Sigurðuv Sigurðsson, Pálmi Einarsson og Sveinbj. Benediktsson. <£reyr Afgreiðslumaður og gjaldkeri: Sveinbj. Benediktsson ritari Búnaðarfél. ísl. Pósthólf 131. Arg. blaðsins kostar 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. XXIV. ár. Reykjavík, Mars—Apríl 1927. Nr. 3.-4. Um jaröyrkjutilraunir. Eftir Sig. Sigurðsson, búnaðamálastjóra. Óræktað land. Þá vér lítum yfir land vort, sem að mestu er óræktað, sjáum vér að gróðurklæði þess eru næsta breyti- leg og þroski jurtanna mismunandi. Hér hefir náttúran sjálf verið að verki, val- ið þær jurtir sem best henta á hverjum stað, eftir þeim skilyrðum sem þar er að fá. Þannig er viss flokkur jurta sem vex á mýrum, annar á harðvelli, þriðji á há- fjöllum, alla leið upp að fönnum og jökul- röndum o. s. frv. Ef menn athuga nánar þroska hinna einstöku gróðurflokka, þá sjá menn að þroskastig jurtanna er mjög mismun- andi og fer það að miklu eftir veðráttu, jarðvegi, ræktunarskilyrðum jarðvegsins o. fl. Lítum vér á engjar vorar gefur þar að sjá bletti, sem áratug eftir áratug bera þroskamikinn jurtagróður. Þarf eigi annað en minna á engjarnar í Sand- inum í Öxarfirði, í Safamýrinni og víð- ar og víðar. Á flestum bæjum eru ein- hverjir engjablettir, stærri eða minni, sem gefa mikla eftirtekju ár eftir ár. Þetta er verk náttúrunnar, maðurinn kemur þar ekkert til sögunnar. En hinar frjósömu engjar eru litlar í samanburði við hinar víðáttumiklu snögglendu engjar, og þörf- in á betri engjum og meiri heyafla knýr menn til umbóta, túnræktar, áveitu o. fl. í þessu starfi eru það verk náttúrunn- ar sem eiga að vera leiðarstjörnur. Mark- iniðið: að knýja fram úr fósturmoldinni sem þroskamestan gróður, sem geti gef- ið oss sem mestan arð. Alt hið órækt- aða land (móar, holt, mýrar, melar, sand- ar) sein nothæft er á að verða sem hinir bestu blcttir, sem náttúran hefir búið oss í hendur. Meira gerum vér eigi kröfur til fyrst um sinn. En eru möguleikar til þessa? Já, með þekking og starfi er hægt að gera stór- virki í ræktun hér á landi, ef vilja og inanndáð eigi vantar. Ræktunarstarf vort er ungt. Fyrstu spirurnar að vísu 1—2 alda gamlar, en að þeim hefir eigi verið hlúð sem skyldi. Með bændaskólunum myndast ný framfaraalda, sem gleggst merki sjást í þúfnasléttunum (þakslétt- unum), sem eru þektar á hverju heim- ili á landinu. Um aldamótin síðustu taka tilrauna- stöðvarnar til starfa í Reykjavík og á Akureyri. Þær undirbúa nýjar ræktunar- aðferðir — sáðræktina, — notkun tilbú- ins áburðar og fl. Reynslu og bendingar tilraunastarfseminnar færa svo nokkrir jarðyrkjumenn sér í nyt, sem gleggst merki sjást í kring um Reykjavík og Ak- ureyri. Á þennan hátt b.efir unnist nokk-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.