Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 17

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 17
alt að 500 kr., ef dýralæknar landsins vilja gera nokkrar undirbúningsrannsókn- ir á helstu sjúkdómum alidýranna í land- inu. 20. Styrkbeiðni til að koma upp sérstök- um útbúnaði til að framleiða rafmagn, þar sem rennandi vatn er hreyfiaflið. Synj- að af þinginu. 21. Styrkbeiðni Nikulásar Albertssortar einnig synjað. Sókli hann um 5000 kr. styrk til raffræðanáms erlendis. 22. Veittar 2000 kr. til að fá raffræðinga til að leiðbeina um uppsetningu rafstöðva í sveitum. 23. Veitt meðmæli með umsókn Eyr- bekkinga um styrk fx-á Alþingi til vatns- fráræslu. 24. Þá ber fjárhagsnefnd fram nefnd- arálit um að starfsmönnuin B. í. yrði gefinn kostur að tryggja sér lífeyri á sama hátt og aðrir stai’fsmenn ríkisins. Ekki afgreitt. 25. Umsókn um styrlc til svínaræktar. Synjað. 26. Guðrúnu Björnsdóttur, Knararbergi synjað um umbeðinn styrk til verklegs garðyrkjunámskeiðs. Guðrún hefur sér- staklega -góða þekkingu og brennandi á- huga fyrir framförum garðyrkjunnar. 27. Fimm umsækjendum, er allir æsktu eftir styrk til dráttarvélarkaupa var synj- að styrks til þessara kaupa. 28. Erindi frá J. H. Þorbergssyni og Hallgrími Þorbergssyni um, að Búnaðar- þingið heimilaði Búnaðarfélagi Islands, að undirbúa og halda árið 1930 allsherjar- landbúnaðarsýningu. Kom eigi frá nefnd og var því ekki afgreitt. Þessi er þá afgreiðsla nokkurra helstu þingmálanna. Nokkur mál er komu á þing þetta og framtíðarheill landbúnaðarins varðar mest, hafa eigi fullnaðarúrlausn fengið. Er þvi enn timi til yfirvegunar um hvernig þeim verði best skipað í framtíð- inni. Er hér átt við tilraunastarfsemi land- búnaðarins bæði á sviði jarðræktar og bú- fjárræktar. Eigi verður heldur hægt að segja að fyrirkomulagi verklegs búfræði- náms í landinu sé komið í fast horf með gjörðum þessa þings, eins og síðar mun sýnt verða. Þá dó að þessu sinni í fæðingu stofnun búfjártryggingasjóðs Islands, umbótahug- mynd er til gagns horfir. Þetta og fleira, bændur, eru verkefni er í nánustu framtíð þurfa að verða bund- in hagkvæmu skipulagi, svo þau sem best geti stutt að velgengi ykkar sjálfra og afkomenda ykkar. Pálmi Einarsson. Um notkun áburðar. Fáir gera sér fyllilega ljóst hve mikið verðmæti er fólgið í áburði þeim, sem felst til undan búfé á hverju bygðu bóli. En í raun og veru er þar um afurðir að ræða, engu síður en ull, mjólk og kjöt, afurðir, sem mikið verðmæti er fólgið í, og sem nauðsynlegt er að hagnýta sein best. Ársmykja undan einni kú er nálægt 10 þús. kg. og inniheldur um 40 lrg. af köfnunarefni, nálægt 50 kg. af kalí og 10 kg af fosfórsýru. Hirðing og notkun þarf að vera sem best og hagkvæmust, svo að sem minst af frjóefnum glatist, en að þau geti kom- ið nytjajurtum vorum að notum. Á síð- ustu árum hefur mjög hreyst til batnað- ar um hirðingu áburðarins. Haughús og þvaggryfjur hafa víða verið bygðar. Enda hefur öfluglega verið slegið á þá strengi, að eitt helsta bjargræðið til viðreisnar jarðræktinni væri betri áburðarhirðing. Ríkissjóður hefur og hlaupið undir bagga

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.